Munnmök eru nýi góða nótt kossinn Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 10. desember 2013 06:00 Titill greinarinnar vísar í bók sem kom út í Kanada fyrir nokkru, „Oral sex is the new good night kiss“, og fjallar um áhrif klámvæðingar á kynhegðun ungmenna. Klám er kynferðislegt efni með niðurlægingu, ofbeldi og drottnun. Oftast eru karlar í drottnunarhlutverkinu – konur undirskipaðar og verða fyrir ofbeldinu og niðurlægingunni. Langmest af kynferðislegu efni á netinu er klám. Íslenskir strákar eru ca. 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Sumar stelpur horfa líka en yfirleitt ekki til kynferðislegrar örvunar, sem strákar gera. Kynhlutverkin eru skýr í kláminu, skilaboð eru send til stráka og stelpna um kynhegðun. Klámvæðingin sér svo um að gera þessi skilaboð að normi – því sem er eðlilegt. Strákar læra til hvers er ætlast af þeim og hverju þeir eiga að búast við frá stúlkum – og öfugt. Klámið er stútfullt af kvenfyrirlitningu sem síast inn í okkar daglega líf með klámvæðingunni. Klámvæðingin er fyrir ungmennin eins og sjórinn fyrir fiskana. Hefur áhrif á sjálfsmynd, væntingar til þeirra sjálfra og annarra, kynverund, hegðun, samskipti og viðhorf. Dæmi um skaðann „Af hverju leyfðir þú honum ekki bara að klára?“ spurði stúlka vinkonu sína sem hafði stigið fram og sagt að „vinur“ hennar hefði áreitt hana kynferðislega. Þetta er jú bara það sem er ætlast til af okkur – lá í orðunum. Stúlkur hafa leitað til Stígamóta eftir „kynlíf“ með kærustum sínum. Af hverju? Strákar vilja gera það sem þeir sjá í klámi. Klámið sýnir að stelpur vilji harkalegt kynlíf. Strákar hafa valdið. Stelpurnar í poppmenningunni eru alltaf kynferðislegar. Dagskipun Gonzo klámsins er að stelpur hafa þrjú göt – til að nota. Þessar myndir eru yfirfærðar á veruleikann. Enginn hefur sagt ungum mönnum annað en að klámið sé fínn leiðbeiningabæklingur um kynlíf og allt sé þar í himnalagi. Strákar eru ekki knúnir áfram af mannvonskulegri greddu heldur eru þeir ofurseldir boðskapnum úr kláminu. Að tilheyra karlaboxinu þýðir að horfa á klám. Afleiðingin getur verið að fara yfir mörk í kynlífi – sín eigin og bólfélagans. Þetta er normið. Ekkert til að tala um. Deal with it. Ef niðurlæging og ofbeldi eru altari klámsins, eru stór brjóst og rakaðar píkur nauðsynlegir skrautmunir. Brjóstastækkun er jafn sjálfsögð aðgerð og hálskirtlataka. Hver ákvað að stór brjóst væru eins nauðsynleg hverri konu og tvö eyru? Klámpíkan er hárlaus, bleik og slétt – eins og á barni. Skilaboðin? Allar píkur sköllóttar thank you very nice. En þá koma hin ólíku andlit píkna í ljós. Píkufegrunaraðgerð er lausn sumra sem ekki uppfylla klámpíkustaðalinn. Bara villikonur eru með loðna píku. Kynhegðun kvenna er ekki þeirra einkamál. Drusludómur vofir yfir ef fjöldi rekkjufélaga fer yfir leyfilegt hámark karlhannaða kynjaboxins bleika. Stúlkur eru dæmdar fyrir að gera nákvæmlega það sem ætlast er til af þeim í klámvæddum kröfum um kynhegðun. Samfélagslegur þrýstingur er öflugur. Það þarf ekki hlekki eða hótanir – hinn gagnrýnislausi félagslegi þrýstingur sér til þess að allir fari eftir alltumlykjandi ósýnilegum reglum sem allir kunna, þekkja og fara eftir til að viðhalda félagslegri stöðu. Það þarf sterk bein til að stíga út fyrir klámmenningarheiminn – nú, eða kynjafræðslu. Höfundur er kennari í kynjafræði við Borgarholtsskóla. Greinin er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Titill greinarinnar vísar í bók sem kom út í Kanada fyrir nokkru, „Oral sex is the new good night kiss“, og fjallar um áhrif klámvæðingar á kynhegðun ungmenna. Klám er kynferðislegt efni með niðurlægingu, ofbeldi og drottnun. Oftast eru karlar í drottnunarhlutverkinu – konur undirskipaðar og verða fyrir ofbeldinu og niðurlægingunni. Langmest af kynferðislegu efni á netinu er klám. Íslenskir strákar eru ca. 11 ára þegar þeir byrja að horfa á klám. Sumar stelpur horfa líka en yfirleitt ekki til kynferðislegrar örvunar, sem strákar gera. Kynhlutverkin eru skýr í kláminu, skilaboð eru send til stráka og stelpna um kynhegðun. Klámvæðingin sér svo um að gera þessi skilaboð að normi – því sem er eðlilegt. Strákar læra til hvers er ætlast af þeim og hverju þeir eiga að búast við frá stúlkum – og öfugt. Klámið er stútfullt af kvenfyrirlitningu sem síast inn í okkar daglega líf með klámvæðingunni. Klámvæðingin er fyrir ungmennin eins og sjórinn fyrir fiskana. Hefur áhrif á sjálfsmynd, væntingar til þeirra sjálfra og annarra, kynverund, hegðun, samskipti og viðhorf. Dæmi um skaðann „Af hverju leyfðir þú honum ekki bara að klára?“ spurði stúlka vinkonu sína sem hafði stigið fram og sagt að „vinur“ hennar hefði áreitt hana kynferðislega. Þetta er jú bara það sem er ætlast til af okkur – lá í orðunum. Stúlkur hafa leitað til Stígamóta eftir „kynlíf“ með kærustum sínum. Af hverju? Strákar vilja gera það sem þeir sjá í klámi. Klámið sýnir að stelpur vilji harkalegt kynlíf. Strákar hafa valdið. Stelpurnar í poppmenningunni eru alltaf kynferðislegar. Dagskipun Gonzo klámsins er að stelpur hafa þrjú göt – til að nota. Þessar myndir eru yfirfærðar á veruleikann. Enginn hefur sagt ungum mönnum annað en að klámið sé fínn leiðbeiningabæklingur um kynlíf og allt sé þar í himnalagi. Strákar eru ekki knúnir áfram af mannvonskulegri greddu heldur eru þeir ofurseldir boðskapnum úr kláminu. Að tilheyra karlaboxinu þýðir að horfa á klám. Afleiðingin getur verið að fara yfir mörk í kynlífi – sín eigin og bólfélagans. Þetta er normið. Ekkert til að tala um. Deal with it. Ef niðurlæging og ofbeldi eru altari klámsins, eru stór brjóst og rakaðar píkur nauðsynlegir skrautmunir. Brjóstastækkun er jafn sjálfsögð aðgerð og hálskirtlataka. Hver ákvað að stór brjóst væru eins nauðsynleg hverri konu og tvö eyru? Klámpíkan er hárlaus, bleik og slétt – eins og á barni. Skilaboðin? Allar píkur sköllóttar thank you very nice. En þá koma hin ólíku andlit píkna í ljós. Píkufegrunaraðgerð er lausn sumra sem ekki uppfylla klámpíkustaðalinn. Bara villikonur eru með loðna píku. Kynhegðun kvenna er ekki þeirra einkamál. Drusludómur vofir yfir ef fjöldi rekkjufélaga fer yfir leyfilegt hámark karlhannaða kynjaboxins bleika. Stúlkur eru dæmdar fyrir að gera nákvæmlega það sem ætlast er til af þeim í klámvæddum kröfum um kynhegðun. Samfélagslegur þrýstingur er öflugur. Það þarf ekki hlekki eða hótanir – hinn gagnrýnislausi félagslegi þrýstingur sér til þess að allir fari eftir alltumlykjandi ósýnilegum reglum sem allir kunna, þekkja og fara eftir til að viðhalda félagslegri stöðu. Það þarf sterk bein til að stíga út fyrir klámmenningarheiminn – nú, eða kynjafræðslu. Höfundur er kennari í kynjafræði við Borgarholtsskóla. Greinin er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi 2013.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun