Hugmyndasvampurinn í jólaskapi Marín Manda skrifar 7. desember 2013 13:00 Guðrún Hjörleifsdóttir „Ég er búin að blogga í tæp 10 ár og byrjaði að blogga í gamla daga þegar það kom pínu í tísku en þegar ég byrjaði í skólanum árið 2006 breyttist þetta yfir í meira hönnunar- og lífsstílsblogg,“ segir Guðrún Hjörleifsdóttir, sem heldur úti blogginu Hugmyndasvampurinn. Guðrún býr á Akranesi og rekur veitingastaðinn Galito ásamt manni sínum og öðru pari. Ásamt veitingarekstrinum stundar Guðrún mastersnám í listkennslufræði við Listaháskólann en hún útskrifaðist sem vöruhönnuður árið 2006. Aðspurð um nafnið segir hún að svampur hafi hentað vel þar sem bloggið hafi verið hugsað sem staður sem sogar að sér alls konar skemmtilegar hugmyndir.Jólatré sem að Guðrún skar út og málaði.Sjálf segist hún vera dugleg að fylgjast með pinterest og skoða önnur blogg á borð við emmasdesignblogg.com og dezeen.com. Í jólamánuðinum er Guðrún dugleg að búa til pappír og sínar eigin jólaskreytingar og segist eiga það til að leggja undir sig allt húsið þegar hún byrjar að pakka inn gjöfunum. „Það fer allt á hvolf þegar ég pakka inn gjöfunum og það fá allir útúrpældan pakka. Átta ára dóttir mín tekur þátt í herlegheitunum og við notum alls konar sem hún gerir í skólanum sem gjafaumbúðir og stundum perlar hún skraut á pakkana. Ég er með alls konar vesenisútfærslur,“ segir hún glöð í bragði. Nánar um bloggið á hugmyndin.blogspot.comGuðrún Hjörleifsdóttir Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Ég er búin að blogga í tæp 10 ár og byrjaði að blogga í gamla daga þegar það kom pínu í tísku en þegar ég byrjaði í skólanum árið 2006 breyttist þetta yfir í meira hönnunar- og lífsstílsblogg,“ segir Guðrún Hjörleifsdóttir, sem heldur úti blogginu Hugmyndasvampurinn. Guðrún býr á Akranesi og rekur veitingastaðinn Galito ásamt manni sínum og öðru pari. Ásamt veitingarekstrinum stundar Guðrún mastersnám í listkennslufræði við Listaháskólann en hún útskrifaðist sem vöruhönnuður árið 2006. Aðspurð um nafnið segir hún að svampur hafi hentað vel þar sem bloggið hafi verið hugsað sem staður sem sogar að sér alls konar skemmtilegar hugmyndir.Jólatré sem að Guðrún skar út og málaði.Sjálf segist hún vera dugleg að fylgjast með pinterest og skoða önnur blogg á borð við emmasdesignblogg.com og dezeen.com. Í jólamánuðinum er Guðrún dugleg að búa til pappír og sínar eigin jólaskreytingar og segist eiga það til að leggja undir sig allt húsið þegar hún byrjar að pakka inn gjöfunum. „Það fer allt á hvolf þegar ég pakka inn gjöfunum og það fá allir útúrpældan pakka. Átta ára dóttir mín tekur þátt í herlegheitunum og við notum alls konar sem hún gerir í skólanum sem gjafaumbúðir og stundum perlar hún skraut á pakkana. Ég er með alls konar vesenisútfærslur,“ segir hún glöð í bragði. Nánar um bloggið á hugmyndin.blogspot.comGuðrún Hjörleifsdóttir
Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira