Það er ekki á hverjum degi sem að hin virta Sinfóníuhljómsveit Íslands stígur á svið með rokkhljómsveit en það gerist þó á næstu dögum. Sinfónían kemur fram með rokkhljómsveitinni Skálmöld á þrennum tónleikum í Eldborgarsalnum í Hörpu.
Skálmöld hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikla tónlist og líflega sviðsframkomu.Þá hafa kjarnmiklir textar hljómsveitarinnar átt sinn þátt í að skapa henni breiðan aðdáendahóp.

Tónlist Skálmaldar er eins og flestir vita þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður því forvitnilegt að sjá þessar tvær ólíku en kraftmiklu hljómsveitir sameinast á sviði.
„Við lofum rosalegum tónleikum. Við munum flytja efni sem við höfum aldrei flutt áður á tónleikum,“ bætir Baldur við. Á efnisskránni verður meðal annars tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson sér um útsetningar á málmkenndu tónunum fyrir Sinfónínuna.
Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is.