Milljarðagjöf Mikael Torfason skrifar 18. nóvember 2013 00:00 Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári samkvæmt Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra, en á Stöð 2 fyrir viku sagði hann að veiðiheimildir yrðu miðaðar við aflareynslu skipa og þær yrðu með frjálsu framsali. Á mannamáli gæti þetta þýtt að líklega fá útgerðarmenn makrílkvóta nánast frítt og geta selt hann og veðsett eftir hentisemi. Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York, ritaði grein í Fréttablaðið á laugardag og bar upp mjög einfalda spurningu fyrir sjávarútvegsráðherra: ,,Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp?“ Það er nefnilega þannig að þarf ekki að vera samasemmerki á milli kvótakerfis og gjafakvóta. Kvótakerfið sem slíkt er ágætt og „hefur sýnt sig að vera gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt,“ svo vitnað sé í orð ráðherra sem segir margar þjóðir horfa „með aðdáunar- og öfundaraugum til okkar hvað það varðar“. Hingað til hafa makrílveiðar staðið utan kvótakerfis og í grein sem Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði í Fréttablaðið segir að frá 2010 hafi útflutningsverðmætið numið 70 milljörðum króna. Samkvæmt hans útreikningum ætti hagnaður útgerðanna af þessum veiðum að nema 45 milljörðum. Eflaust er hægt að rífast um þá tölu en greiðslur fyrir veiðiréttinn til ríkisins eru aðeins 2,4 milljarðar á þessum árum samkvæmt Kristni. Fyrirkomulagið er þannig að ráðherra hefur til þessa gefið út heildaraflamark og hafa mjög ólík skip haldið til veiða, frá hafi og upp í fjöruborð nánast, eins og komið hefur fram í fréttum. Í ráðuneytinu er nú verið að leita að ásættanlegri lausn um úthlutun kvóta á makríl og hefur ráðherra leitað eftir „samráði við útgerðarmenn“, jafnt stóra sem smáa. Jón Steinsson segir í grein sinni að auðvitað eigi makríll að fara inn í kvótakerfið en hann vill að leitað sé samráðs við þjóðina líka. Það að úthluta makrílkvóta með gamla laginu færir örfáum fyrirtækjum tugi milljarða á silfurfati. Jón segir að ráðherra hafi ekki haft samráð við skattgreiðendur eða sjúklinga á Landspítalanum. „Sátt“ í sjávarútvegsmálum snúist fyrst og síðast um að „útgerðarmenn séu sáttir og að þjóðin sé ávallt aukaatriði í því sambandi“. Auðvitað á að bjóða makrílkvóta hæstbjóðanda. Þetta eru verðmæti sem sjávarútvegsráðherra á að selja fyrir hönd þjóðarinnar. Þannig næst sátt við þjóðina um kvótakerfið sem er jú ágætis kerfi þegar öllu er á botninn hvolft. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra er sjávarútvegsráðherra Íslendinga allra en ekki bara sjávarútvegsráðherra útgerðarmanna. Jón Steinsson bendir á annan áhugaverðan punkt í grein sinni og það er að „sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfirski eiga sér stað í skorpum. Makríll var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem var hægt að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld“. Fjárfesting fyrirtækjanna er því óveruleg og engin rök sem mæla með því að gefa örfáum sægreifum milljarða í formi makrílkvóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári samkvæmt Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra, en á Stöð 2 fyrir viku sagði hann að veiðiheimildir yrðu miðaðar við aflareynslu skipa og þær yrðu með frjálsu framsali. Á mannamáli gæti þetta þýtt að líklega fá útgerðarmenn makrílkvóta nánast frítt og geta selt hann og veðsett eftir hentisemi. Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York, ritaði grein í Fréttablaðið á laugardag og bar upp mjög einfalda spurningu fyrir sjávarútvegsráðherra: ,,Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp?“ Það er nefnilega þannig að þarf ekki að vera samasemmerki á milli kvótakerfis og gjafakvóta. Kvótakerfið sem slíkt er ágætt og „hefur sýnt sig að vera gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt,“ svo vitnað sé í orð ráðherra sem segir margar þjóðir horfa „með aðdáunar- og öfundaraugum til okkar hvað það varðar“. Hingað til hafa makrílveiðar staðið utan kvótakerfis og í grein sem Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði í Fréttablaðið segir að frá 2010 hafi útflutningsverðmætið numið 70 milljörðum króna. Samkvæmt hans útreikningum ætti hagnaður útgerðanna af þessum veiðum að nema 45 milljörðum. Eflaust er hægt að rífast um þá tölu en greiðslur fyrir veiðiréttinn til ríkisins eru aðeins 2,4 milljarðar á þessum árum samkvæmt Kristni. Fyrirkomulagið er þannig að ráðherra hefur til þessa gefið út heildaraflamark og hafa mjög ólík skip haldið til veiða, frá hafi og upp í fjöruborð nánast, eins og komið hefur fram í fréttum. Í ráðuneytinu er nú verið að leita að ásættanlegri lausn um úthlutun kvóta á makríl og hefur ráðherra leitað eftir „samráði við útgerðarmenn“, jafnt stóra sem smáa. Jón Steinsson segir í grein sinni að auðvitað eigi makríll að fara inn í kvótakerfið en hann vill að leitað sé samráðs við þjóðina líka. Það að úthluta makrílkvóta með gamla laginu færir örfáum fyrirtækjum tugi milljarða á silfurfati. Jón segir að ráðherra hafi ekki haft samráð við skattgreiðendur eða sjúklinga á Landspítalanum. „Sátt“ í sjávarútvegsmálum snúist fyrst og síðast um að „útgerðarmenn séu sáttir og að þjóðin sé ávallt aukaatriði í því sambandi“. Auðvitað á að bjóða makrílkvóta hæstbjóðanda. Þetta eru verðmæti sem sjávarútvegsráðherra á að selja fyrir hönd þjóðarinnar. Þannig næst sátt við þjóðina um kvótakerfið sem er jú ágætis kerfi þegar öllu er á botninn hvolft. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra er sjávarútvegsráðherra Íslendinga allra en ekki bara sjávarútvegsráðherra útgerðarmanna. Jón Steinsson bendir á annan áhugaverðan punkt í grein sinni og það er að „sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfirski eiga sér stað í skorpum. Makríll var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem var hægt að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld“. Fjárfesting fyrirtækjanna er því óveruleg og engin rök sem mæla með því að gefa örfáum sægreifum milljarða í formi makrílkvóta.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar