Ferskir vindar og framtíð fyrir borgina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 00:00 Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þarf nýja nálgun til að ná kröftum sínum að nýju í borginni. Það þarf að velja fólk til forystu sem er tilbúið að líta á skipulag borgarinnar út frá frelsinu og sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu ekki náð til borgarbúa eins vel og hann getur. Það er mikilvægt að rekstur borgarinnar verði endurskipulagður með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Reykvíkingar eru mismunandi og borgin hefur alla burði til að bjóða þeim upp á valkosti samkvæmt óskum og þörfum hvers og eins. Álögur á borgarbúa hafa nú hækkað stöðugt seinustu ár og það þarf því nauðsynlega að kjósa einstaklinga sem munu lækka skatta og gjöld í borginni, en ekki skuldsetja komandi kynslóðir. Ég er viss um að Hildur Sverrisdóttir, sem býður sig fram í 1. sæti, hafi það sem þarf til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Hún mun koma með ferska vinda í flokkinn með hugsjónum sínum og það er einmitt það sem flokkinn vantar sárlega í Reykjavík. Hildur hefur rætt á einfaldan hátt um mikilvægi þess að fara vel með skattpeninga borgarbúa og hún hefur nálgast hvert málið á fætur öðru frá hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Það er alltof sjaldan sem við heyrum fólk tala skýrt um mikilvægi þess að fara vel með þá peninga sem borgin hefur frá okkur borgarbúum. Það þarf hugrekki til að styðja við góð mál og vera á móti vondum sama hvaðan þau koma og það þarf traust til að standa með sjálfstæðisstefnunni í öllum málum. Ég veit að Hildur er hugrökk og traustur leiðtogi sem fylgir alltaf sinni sannfæringu. Við þurfum að hugsa til framtíðar fyrir Reykjavík og það gerum við best með Hildi Sverrisdóttur í broddi fylkingar, þess vegna mun ég setja hana í 1.sæti í prófkjörinu á laugardaginn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þarf nýja nálgun til að ná kröftum sínum að nýju í borginni. Það þarf að velja fólk til forystu sem er tilbúið að líta á skipulag borgarinnar út frá frelsinu og sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu ekki náð til borgarbúa eins vel og hann getur. Það er mikilvægt að rekstur borgarinnar verði endurskipulagður með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Reykvíkingar eru mismunandi og borgin hefur alla burði til að bjóða þeim upp á valkosti samkvæmt óskum og þörfum hvers og eins. Álögur á borgarbúa hafa nú hækkað stöðugt seinustu ár og það þarf því nauðsynlega að kjósa einstaklinga sem munu lækka skatta og gjöld í borginni, en ekki skuldsetja komandi kynslóðir. Ég er viss um að Hildur Sverrisdóttir, sem býður sig fram í 1. sæti, hafi það sem þarf til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Hún mun koma með ferska vinda í flokkinn með hugsjónum sínum og það er einmitt það sem flokkinn vantar sárlega í Reykjavík. Hildur hefur rætt á einfaldan hátt um mikilvægi þess að fara vel með skattpeninga borgarbúa og hún hefur nálgast hvert málið á fætur öðru frá hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Það er alltof sjaldan sem við heyrum fólk tala skýrt um mikilvægi þess að fara vel með þá peninga sem borgin hefur frá okkur borgarbúum. Það þarf hugrekki til að styðja við góð mál og vera á móti vondum sama hvaðan þau koma og það þarf traust til að standa með sjálfstæðisstefnunni í öllum málum. Ég veit að Hildur er hugrökk og traustur leiðtogi sem fylgir alltaf sinni sannfæringu. Við þurfum að hugsa til framtíðar fyrir Reykjavík og það gerum við best með Hildi Sverrisdóttur í broddi fylkingar, þess vegna mun ég setja hana í 1.sæti í prófkjörinu á laugardaginn og ég hvet þig til að gera slíkt hið sama. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar