Viðtökurnar eru mjög góðar og ég er búin að hafa meira en nóg að gera. Hugmyndin fæddist þegar ég var að vinna í barnafataversluninni Name it. Viðskiptavinir spurðu mikið eftir barnaslaufum allan ársins hring og mér fannst vanta meira úrval,“ segir Sara Lárusdóttir.

Fyrir jólin segir hún vinsælustu slaufurnr vera köflóttar og satín slaufur. Slaufurnar fást í stærðunum 0-1 árs, 1-3 ára, 3-6 ára og 6-12 ára og hægt er að panta þær og hárskraut í gegnum Facebook- síðuna SL-slaufur.
Framundan er flutningur til Svíþjóðar þar sem hún mun halda áfram að sinna eftirspurninni og senda pantanir til Íslands en einnig er hægt að versla slaufurnar í versluninni Þumalína.