Beint lýðræði og borgarstjóri Hildur Sverrisdóttir skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg aukið samtal við borgarbúa og fengið þeim tæki til að taka beinar ákvarðanir í nærsamfélagi sínu. Gerðar hafa verið áhugaverðar tilraunir með að borgarbúar taki þátt í ákvörðunum um hvernig peningunum þeirra er forgangsraðað, sem er gott þar sem þetta eru þeirra peningar eftir allt saman. Beint lýðræði hefur samt sínar takmarkanir. Við megum ekki gleyma að við kjósum stjórnmálamenn til að vera í vinnu fyrir okkur og axla ábyrgð á ákvörðunum. Áhersla á beint lýðræði má ekki leiða til að ábyrgðin og vinnan sé færð frá stjórnmálamönnunum yfir á íbúana. Það er verra ef þróunin verður sú að það verði sjálfsögð viðbót við foreldrahlutverkið að þegar búið er að elda hakk og spaghetti, baða og svæfa verði að leggjast yfir skýrslur um undirlag róluvalla til að passa upp á hagsmuni barnanna sinna á næsta íbúafundi. Eftir ákvörðun íbúafundarins þurfa stjórnmálamennirnir svo ekki að taka eins mikla ábyrgð á því og ella ef undirlagið klikkar og einhver meiðir sig. Eðli beins lýðræðis er líka þannig að meirihlutinn ræður alltaf. Þá er hætta á að rödd minnihlutahópa nái ekki í gegn út af hagsmunagæslu meirihlutans, hvort sem um er að ræða ákvarðanir innan hverfis eða einnar götu. Hlutverk kjörinna fulltrúa er hins vegar að passa upp á að tekið sé tillit til hagsmuna og réttinda minnihlutahópa í öllum ákvörðunum. Ég tel að þó að beint lýðræði hljómi fallega verði því að stíga varlega til jarðar og taka ekki ábyrgðina af kjörnum fulltrúum. Nær væri að þróa frekar fulltrúalýðræðið og ég hef velt upp þeirri hugmynd að nota næsta kjörtímabil til að skoða kosti þeirrar hugmyndar að kjósa borgarstjórann beinni kosningu og auka þannig áhrif borgarbúa á stjórn borgarinnar. Með því að kjósa beint um borgarstjóra yrði til skýrari tenging milli kjósenda og stjórnar borgarinnar og enginn myndi velkjast í vafa um hvar pólitíska ábyrgðin ætti heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg aukið samtal við borgarbúa og fengið þeim tæki til að taka beinar ákvarðanir í nærsamfélagi sínu. Gerðar hafa verið áhugaverðar tilraunir með að borgarbúar taki þátt í ákvörðunum um hvernig peningunum þeirra er forgangsraðað, sem er gott þar sem þetta eru þeirra peningar eftir allt saman. Beint lýðræði hefur samt sínar takmarkanir. Við megum ekki gleyma að við kjósum stjórnmálamenn til að vera í vinnu fyrir okkur og axla ábyrgð á ákvörðunum. Áhersla á beint lýðræði má ekki leiða til að ábyrgðin og vinnan sé færð frá stjórnmálamönnunum yfir á íbúana. Það er verra ef þróunin verður sú að það verði sjálfsögð viðbót við foreldrahlutverkið að þegar búið er að elda hakk og spaghetti, baða og svæfa verði að leggjast yfir skýrslur um undirlag róluvalla til að passa upp á hagsmuni barnanna sinna á næsta íbúafundi. Eftir ákvörðun íbúafundarins þurfa stjórnmálamennirnir svo ekki að taka eins mikla ábyrgð á því og ella ef undirlagið klikkar og einhver meiðir sig. Eðli beins lýðræðis er líka þannig að meirihlutinn ræður alltaf. Þá er hætta á að rödd minnihlutahópa nái ekki í gegn út af hagsmunagæslu meirihlutans, hvort sem um er að ræða ákvarðanir innan hverfis eða einnar götu. Hlutverk kjörinna fulltrúa er hins vegar að passa upp á að tekið sé tillit til hagsmuna og réttinda minnihlutahópa í öllum ákvörðunum. Ég tel að þó að beint lýðræði hljómi fallega verði því að stíga varlega til jarðar og taka ekki ábyrgðina af kjörnum fulltrúum. Nær væri að þróa frekar fulltrúalýðræðið og ég hef velt upp þeirri hugmynd að nota næsta kjörtímabil til að skoða kosti þeirrar hugmyndar að kjósa borgarstjórann beinni kosningu og auka þannig áhrif borgarbúa á stjórn borgarinnar. Með því að kjósa beint um borgarstjóra yrði til skýrari tenging milli kjósenda og stjórnar borgarinnar og enginn myndi velkjast í vafa um hvar pólitíska ábyrgðin ætti heima.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun