Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Stefán Hrafnkelsson Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur verið selt til austurrísku fyrirtækjasamsteypunnar Novomatic. Samningur þess efnis var undirritaður í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Kaupverðið er trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það á milli tveir og þrír milljarðar króna. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware. Hlutaféð var áður í eigu stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins og aðila sem tengjast þeim. Helstu stjórnendur Bet-ware halda hinum tíu prósentunum. „Þar með er lokið söluferli sem hófst fyrir meira en ári þegar hingað kom starfsmaður frá ráðgjafafyrirtækinu Scandcap í Stokkhólmi sem vildi taka að sér sölu á fyrirtækinu,“ segir Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri, fyrrverandi aðaleigandi og einn af stofnendum Betware. Hann segir að salan eigi ekki að hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins, en þar starfa um 120 manns, þar af sjötíu hér á landi. „Það liggur fyrir að nýir eigendur ætla að efla fyrirtækið á Íslandi sem og erlendis. En eins og í öllum rekstri þá hefur ný stefnumörkun einhverjar breytingar í för með sér. Hins vegar er ekki útlit fyrir að starfsfólki verði fækkað enda er fyrirtækið í dag að bæta við sig fólki og höfuðstöðvar okkar verða áfram hér á landi,“ segir Stefán. Hann verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins en nýir aðilar á vegum Novomatic koma að hans sögn inn í stjórn þess. Stefán segir áhuga Novomatic á hugbúnaði sem Betware hefur þróað fyrir lottó-leiki vera meginástæðuna fyrir sölunni. „Þessi leikjamarkaður er mjög stór og Novomatic hefur sterka markaðshlutdeild á tveimur þriðju hlutum markaðarins á meðan afgangurinn, sem þeir hafa nánast ekkert komið nálægt, er lotterí og bingó.“ Tap var á Betware á síðasta ári en mesti hagnaður fyrirtækisins var á árinu 2010 þegar reksturinn skilaði 181 milljón króna. Stefán segir reksturinn hafa batnað til muna og að árið í ár verði að öllum líkindum eitt það besta í fimmtán ára sögu fyrirtækisins. „Með þessum samruna fáum við meira afl frá stærri einingu og vonandi fleiri verkefni og aukinn stöðugleika,“ segir Stefán. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur verið selt til austurrísku fyrirtækjasamsteypunnar Novomatic. Samningur þess efnis var undirritaður í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Kaupverðið er trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það á milli tveir og þrír milljarðar króna. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware. Hlutaféð var áður í eigu stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins og aðila sem tengjast þeim. Helstu stjórnendur Bet-ware halda hinum tíu prósentunum. „Þar með er lokið söluferli sem hófst fyrir meira en ári þegar hingað kom starfsmaður frá ráðgjafafyrirtækinu Scandcap í Stokkhólmi sem vildi taka að sér sölu á fyrirtækinu,“ segir Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri, fyrrverandi aðaleigandi og einn af stofnendum Betware. Hann segir að salan eigi ekki að hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins, en þar starfa um 120 manns, þar af sjötíu hér á landi. „Það liggur fyrir að nýir eigendur ætla að efla fyrirtækið á Íslandi sem og erlendis. En eins og í öllum rekstri þá hefur ný stefnumörkun einhverjar breytingar í för með sér. Hins vegar er ekki útlit fyrir að starfsfólki verði fækkað enda er fyrirtækið í dag að bæta við sig fólki og höfuðstöðvar okkar verða áfram hér á landi,“ segir Stefán. Hann verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins en nýir aðilar á vegum Novomatic koma að hans sögn inn í stjórn þess. Stefán segir áhuga Novomatic á hugbúnaði sem Betware hefur þróað fyrir lottó-leiki vera meginástæðuna fyrir sölunni. „Þessi leikjamarkaður er mjög stór og Novomatic hefur sterka markaðshlutdeild á tveimur þriðju hlutum markaðarins á meðan afgangurinn, sem þeir hafa nánast ekkert komið nálægt, er lotterí og bingó.“ Tap var á Betware á síðasta ári en mesti hagnaður fyrirtækisins var á árinu 2010 þegar reksturinn skilaði 181 milljón króna. Stefán segir reksturinn hafa batnað til muna og að árið í ár verði að öllum líkindum eitt það besta í fimmtán ára sögu fyrirtækisins. „Með þessum samruna fáum við meira afl frá stærri einingu og vonandi fleiri verkefni og aukinn stöðugleika,“ segir Stefán.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira