Við getum bætt okkur Halldór Halldórsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Að flestra mati er þörfin á því að bæta kjör kennara brýn. Samanburður innan OECD sýnir fram á að kennarar á Íslandi, eins og því miður flestar aðrar stéttir, eru undir meðaltali í launum. Í ansi mörg ár hef ég talað um að við eigum að finna leiðir til að bæta laun kennara með því að breyta núverandi kerfi varðandi skilgreiningu vinnutíma. Ástæðan er einfaldlega að þegar kerfi eru orðin úr sér gengin gleypa þau fjármagn sem gagnast engum, hvorki rekstraraðila né launafólki. Við eigum að geta hækkað laun kennara án þess að sækja hækkanir í vasa borgarbúa. Fjármagnið verður að koma innan úr kerfinu en einn stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri Reykjavíkur eru skólarnir. Hægt er að nýta fjármagnið betur með því að breyta kennsluskyldunni og draga úr skrifræði innan skólanna þannig að kennarar hafi meiri tíma með nemendum og geti kennt meira. Það hefur þau áhrif að hægt er að reka kennsluna með færri kennurum. Þá er fjármagn afgangs sem þýðir að kakan stækkar hjá kennurum og líka hjá borginni og báðir hagnast. Komin er ákveðin reynsla á þetta með tilraunaverkefnum. Erlendis er mikil umræða um slíkar breytingar og stór skref stigin í þá átt í Danmörku, þar sem breytingin byggist reyndar á lagasetningu en ekki samkomulagi. Sú leið að þvinga fólk inn í nýtt kerfi með lagasetningu er að mínu mati mun síðri en að ná um það góðum samningi. Mikið hefur verið fjallað um virkni skólakerfisins og oft gert meira úr brotalömum þess heldur en öllum þeim frábæru verkefnum sem unnin eru innan þess. Alvarlegasta brotalömin snýr að læsi nemenda. Samkvæmt niðurstöðum reglubundinnar lesskimunar hjá borginni getur stórt hlutfall drengja sem lokið hafa grunnskóla ekki lesið sér til gagns. Það er ekki ásættanleg staða og við það verður ekki unað. Ég vil því færa kennurum þær bjargir sem nauðsynlegar eru til að koma skólum borgarinnar á þann stall að læsi nemenda sé ekki vandamál nema í undantekningartilvikum. Þar er þáttur foreldra gríðarlega stór og við þurfum að finna leiðir til að vinna betur saman að því að bæta okkur. Lestur og skrift er eins og allir vita undirstaða alls lærdóms og ég vil vinna að því að færa þessi mál til betri vegar. Um það geta allir Reykvíkingar verið sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Að flestra mati er þörfin á því að bæta kjör kennara brýn. Samanburður innan OECD sýnir fram á að kennarar á Íslandi, eins og því miður flestar aðrar stéttir, eru undir meðaltali í launum. Í ansi mörg ár hef ég talað um að við eigum að finna leiðir til að bæta laun kennara með því að breyta núverandi kerfi varðandi skilgreiningu vinnutíma. Ástæðan er einfaldlega að þegar kerfi eru orðin úr sér gengin gleypa þau fjármagn sem gagnast engum, hvorki rekstraraðila né launafólki. Við eigum að geta hækkað laun kennara án þess að sækja hækkanir í vasa borgarbúa. Fjármagnið verður að koma innan úr kerfinu en einn stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri Reykjavíkur eru skólarnir. Hægt er að nýta fjármagnið betur með því að breyta kennsluskyldunni og draga úr skrifræði innan skólanna þannig að kennarar hafi meiri tíma með nemendum og geti kennt meira. Það hefur þau áhrif að hægt er að reka kennsluna með færri kennurum. Þá er fjármagn afgangs sem þýðir að kakan stækkar hjá kennurum og líka hjá borginni og báðir hagnast. Komin er ákveðin reynsla á þetta með tilraunaverkefnum. Erlendis er mikil umræða um slíkar breytingar og stór skref stigin í þá átt í Danmörku, þar sem breytingin byggist reyndar á lagasetningu en ekki samkomulagi. Sú leið að þvinga fólk inn í nýtt kerfi með lagasetningu er að mínu mati mun síðri en að ná um það góðum samningi. Mikið hefur verið fjallað um virkni skólakerfisins og oft gert meira úr brotalömum þess heldur en öllum þeim frábæru verkefnum sem unnin eru innan þess. Alvarlegasta brotalömin snýr að læsi nemenda. Samkvæmt niðurstöðum reglubundinnar lesskimunar hjá borginni getur stórt hlutfall drengja sem lokið hafa grunnskóla ekki lesið sér til gagns. Það er ekki ásættanleg staða og við það verður ekki unað. Ég vil því færa kennurum þær bjargir sem nauðsynlegar eru til að koma skólum borgarinnar á þann stall að læsi nemenda sé ekki vandamál nema í undantekningartilvikum. Þar er þáttur foreldra gríðarlega stór og við þurfum að finna leiðir til að vinna betur saman að því að bæta okkur. Lestur og skrift er eins og allir vita undirstaða alls lærdóms og ég vil vinna að því að færa þessi mál til betri vegar. Um það geta allir Reykvíkingar verið sammála.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun