Ríkisstjórn gegn framförum? Svandís Svavarsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Ein mikilvægasta forsendan fyrir framförum og velsæld í samfélögum er að vel sé hlúð að opinberum samkeppnissjóðum sem veita fé til vísindarannsókna. Slíkar rannsóknir eru grundvöllur verðmætasköpunar sem byggist á hugviti en ekki nýtingu á takmörkuðum náttúruauðlindum. Veruleg aukning á fjárframlögum til samkeppnissjóða á sviði vísinda varð því eðlilega eitt af meginatriðum fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Aukningin var reyndar algjörlega nauðsynleg því fjárframlög til þeirra höfðu staðið í stað frá því fyrir hrun og því hefði í raun þurft að gera enn betur. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks virðist þó ekki hafa skilning á þessu og hefur með fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu ákveðið að draga aukninguna að verulegu leyti til baka. Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram á Alþingi og í samfélaginu um stöðu Rannsóknasjóðs í ljósi þess niðurskurðar sem fjárlagafrumvarpið boðar. Komið hefur fram að niðurskurðurinn mun hafa þær afleiðingar að sjóðurinn mun ekki geta stutt við ný verkefni á árunum 2014 og 2015. Það þýðir að starf fjölda rannsóknahópa er í hættu og að fjöldi ungs vísindafólks gæti neyðst til að flytja af landi brott til að geta sinnt starfi sínu. Það er hætt við því að rannsóknarnemar þurfi að hætta í miðju kafi og að samfella í mikilvægum verkefnunum rofni þannig að gríðarlegir fjármunir fari í súginn. Það er verið að spá neyðarástandi og til þess má ekki koma. Það sem er dapurlegast við þennan niðurskurð er að hann er ekki nauðsynlegur heldur er hann birtingarmynd þeirrar forgangsröðunar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stendur fyrir. Hún er í þágu stórútgerðarinnar á kostnað framfara og eðlilegs vísindastarfs í íslensku samfélagi. Niðurskurðurinn er til kominn vegna þess að ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis ákváðu að gera það sitt fyrsta verk að lækka sérstaka veiðigjaldið og þannig afsala samfélaginu eðlilegum hluta í arði af sjávarauðlindinni. Arði sem til stóð að nota til að byggja upp og treysta innviði íslensks samfélags. Útlitið er ekki bjart en enn þá er hægt að skipta um áherslu og skila fjármagninu aftur til sjóðanna. Það er of mikið í húfi til að verjandi sé að hunsa raddir vísindasamfélagsins og þverpólitíska sátt um mikilvægi rannsókna og þróunar í þágu samfélagsins alls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta forsendan fyrir framförum og velsæld í samfélögum er að vel sé hlúð að opinberum samkeppnissjóðum sem veita fé til vísindarannsókna. Slíkar rannsóknir eru grundvöllur verðmætasköpunar sem byggist á hugviti en ekki nýtingu á takmörkuðum náttúruauðlindum. Veruleg aukning á fjárframlögum til samkeppnissjóða á sviði vísinda varð því eðlilega eitt af meginatriðum fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Aukningin var reyndar algjörlega nauðsynleg því fjárframlög til þeirra höfðu staðið í stað frá því fyrir hrun og því hefði í raun þurft að gera enn betur. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks virðist þó ekki hafa skilning á þessu og hefur með fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu ákveðið að draga aukninguna að verulegu leyti til baka. Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram á Alþingi og í samfélaginu um stöðu Rannsóknasjóðs í ljósi þess niðurskurðar sem fjárlagafrumvarpið boðar. Komið hefur fram að niðurskurðurinn mun hafa þær afleiðingar að sjóðurinn mun ekki geta stutt við ný verkefni á árunum 2014 og 2015. Það þýðir að starf fjölda rannsóknahópa er í hættu og að fjöldi ungs vísindafólks gæti neyðst til að flytja af landi brott til að geta sinnt starfi sínu. Það er hætt við því að rannsóknarnemar þurfi að hætta í miðju kafi og að samfella í mikilvægum verkefnunum rofni þannig að gríðarlegir fjármunir fari í súginn. Það er verið að spá neyðarástandi og til þess má ekki koma. Það sem er dapurlegast við þennan niðurskurð er að hann er ekki nauðsynlegur heldur er hann birtingarmynd þeirrar forgangsröðunar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stendur fyrir. Hún er í þágu stórútgerðarinnar á kostnað framfara og eðlilegs vísindastarfs í íslensku samfélagi. Niðurskurðurinn er til kominn vegna þess að ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis ákváðu að gera það sitt fyrsta verk að lækka sérstaka veiðigjaldið og þannig afsala samfélaginu eðlilegum hluta í arði af sjávarauðlindinni. Arði sem til stóð að nota til að byggja upp og treysta innviði íslensks samfélags. Útlitið er ekki bjart en enn þá er hægt að skipta um áherslu og skila fjármagninu aftur til sjóðanna. Það er of mikið í húfi til að verjandi sé að hunsa raddir vísindasamfélagsins og þverpólitíska sátt um mikilvægi rannsókna og þróunar í þágu samfélagsins alls.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun