Hvar og hvernig eiga lífeyrissjóðir að ávaxta fjármuni sína? Bolli Héðinsson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Í viðskiptaháskólum í Bandaríkjunum og víðar er notuð sú aðferð að kenna „case“, þ.e. farið er yfir frásagnir þar sem lýst er tilteknum aðstæðum sem nemendur eiga síðan að draga raunhæfar ályktanir af. Ein þessara frásagna, sem orðin er klassík og kennd í mörgum skólum vestanhafs, greinir frá vinnuvélaframleiðanda í borg einni í miðríkjum Bandaríkjanna þar sem verksmiðjan var nánast eini vinnuveitandinn í borginni og nágrenni hennar. Allt gekk eins og í sögu, vélarnar seldust í stórum stíl, starfsmennirnir voru vel launaðir og lífeyrissjóður þeirra efldist að sama skapi. Á meðan allt lék í lyndi þótti forráðamönnum lífeyrissjóðsins einsýnt að heppilegast væri að fjárfesta í verðbréfum vinnuvélaframleiðandans sjálfs, bæði var fyrirtækið arðbært og með því væri verið að senda rétt skilaboð um tiltrú starfsmannanna á fyrirtækinu sem þeir unnu hjá. Síðan fór allt á versta veg. Vinnuvélaframleiðandinn varð gjaldþrota, verksmiðjunni var lokað, starfsmennirnir töpuðu störfum sínum og einnig áunnum lífeyrisrétti þar sem lífeyrissjóðurinn hafði nær eingöngu fjárfest í verðbréfum vinnuveitandans. Þegar hér er komið sögu í umfjölluninni í viðskiptaháskólanum brosa stúdentarnir góðlátlega að ráðamönnum lífeyrissjóðsins og umræða hefst um það hvernig þeir gátu verið svo skammsýnir að fylgja ekki einföldustu reglum fjárstýringar um að dreifa áhættu og hafa ekki öll eggin í sömu körfunni.Hvar er norski olíusjóðurinn ávaxtaður? Norðmenn tóku snemma þá ákvörðun að ávinningur þeirra af olíuvinnslu yrði að stærstum hluta ávaxtaður í tryggum fjárfestingum annars staðar en í Noregi. Þannig yrðu þeir best varðir fyrir áföllum þegar grípa þyrfti til fjármunanna í sjóðnum. Íslendingar guma oft af íslenska lífeyriskerfinu sem því fullkomnasta í heimi þar sem það er fjármagnað að fullu með iðgjöldum sjóðfélaga. Reglulega eru uppi kröfur um að lífeyrissjóðirnir leggi fé í alls kyns verkefni innanlands sem aðrir fjárfestar sjá sér ekki hag í að leggja fjármuni sína í. Hversu skynsamlegt er að íslenskir lífeyrissjóðir leggi fjármuni sína yfirleitt í íslenskar fjárfestingar? Gildir einu hvort það eru verðbréf ríkissjóðs eða fyrirtæki í nýsköpun því allt saman eru þetta fjárfestingar góðra gjalda verðar. Eigum við kannski að láta frásögnina af vinnuvélaframleiðandanum í miðríkjum Bandaríkjanna verða okkur víti til varnaðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Í viðskiptaháskólum í Bandaríkjunum og víðar er notuð sú aðferð að kenna „case“, þ.e. farið er yfir frásagnir þar sem lýst er tilteknum aðstæðum sem nemendur eiga síðan að draga raunhæfar ályktanir af. Ein þessara frásagna, sem orðin er klassík og kennd í mörgum skólum vestanhafs, greinir frá vinnuvélaframleiðanda í borg einni í miðríkjum Bandaríkjanna þar sem verksmiðjan var nánast eini vinnuveitandinn í borginni og nágrenni hennar. Allt gekk eins og í sögu, vélarnar seldust í stórum stíl, starfsmennirnir voru vel launaðir og lífeyrissjóður þeirra efldist að sama skapi. Á meðan allt lék í lyndi þótti forráðamönnum lífeyrissjóðsins einsýnt að heppilegast væri að fjárfesta í verðbréfum vinnuvélaframleiðandans sjálfs, bæði var fyrirtækið arðbært og með því væri verið að senda rétt skilaboð um tiltrú starfsmannanna á fyrirtækinu sem þeir unnu hjá. Síðan fór allt á versta veg. Vinnuvélaframleiðandinn varð gjaldþrota, verksmiðjunni var lokað, starfsmennirnir töpuðu störfum sínum og einnig áunnum lífeyrisrétti þar sem lífeyrissjóðurinn hafði nær eingöngu fjárfest í verðbréfum vinnuveitandans. Þegar hér er komið sögu í umfjölluninni í viðskiptaháskólanum brosa stúdentarnir góðlátlega að ráðamönnum lífeyrissjóðsins og umræða hefst um það hvernig þeir gátu verið svo skammsýnir að fylgja ekki einföldustu reglum fjárstýringar um að dreifa áhættu og hafa ekki öll eggin í sömu körfunni.Hvar er norski olíusjóðurinn ávaxtaður? Norðmenn tóku snemma þá ákvörðun að ávinningur þeirra af olíuvinnslu yrði að stærstum hluta ávaxtaður í tryggum fjárfestingum annars staðar en í Noregi. Þannig yrðu þeir best varðir fyrir áföllum þegar grípa þyrfti til fjármunanna í sjóðnum. Íslendingar guma oft af íslenska lífeyriskerfinu sem því fullkomnasta í heimi þar sem það er fjármagnað að fullu með iðgjöldum sjóðfélaga. Reglulega eru uppi kröfur um að lífeyrissjóðirnir leggi fé í alls kyns verkefni innanlands sem aðrir fjárfestar sjá sér ekki hag í að leggja fjármuni sína í. Hversu skynsamlegt er að íslenskir lífeyrissjóðir leggi fjármuni sína yfirleitt í íslenskar fjárfestingar? Gildir einu hvort það eru verðbréf ríkissjóðs eða fyrirtæki í nýsköpun því allt saman eru þetta fjárfestingar góðra gjalda verðar. Eigum við kannski að láta frásögnina af vinnuvélaframleiðandanum í miðríkjum Bandaríkjanna verða okkur víti til varnaðar?
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun