Um hvað snýst Al Thani-málið? Ragnar Halldór Hall skrifar 31. október 2013 06:00 Í byrjun nóvember nk. hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í svokölluðu Al Thani-máli. Þetta er sakamál sem sérstakur saksóknari rekur gegn fjórum einstaklingum vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við vellauðugan kaupsýslumann frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Viðbúið er að mikið fréttafár verði í kringum þessa málsmeðferð. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að gefa þeim sem áhuga hafa á málinu stutt yfirlit yfir málavextina og efnisatriðin í málinu. Mér finnst verulega hafa skort á að þessum atriðum væru gerð fullnægjandi skil í fjölmiðlum, þrátt fyrir margvíslegar fréttir af málinu gegnum tíðina. Upphaf málsins er að rekja til þess að eftir að Al Thani hafði kynnt sér rækilega starfsemi Kaupþings og áreiðanleikakönnun sem fjárfestingafélag í Katar hafði gert á bankanum hafði hann áhuga á að verða hluthafi í bankanum. Tókust samningar milli hans og bankans um það 22. september 2008 að Al Thani keypti rúmlega 5% hlutafjár í bankanum. Seljandinn var bankinn sjálfur, sem átti á þessum tíma þetta magn hlutabréfa. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu Al Thanis, og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins.Aldrei króna úr bankanum Þegar Kaupþing féll í október 2008 urðu hlutabréfin verðlaus. Af því leiddi að helmingur söluverðsins tapaðist, en hinn helmingurinn sem var tryggður með persónulegri ábyrgð Al Thanis fékkst greiddur. Bréfin hefðu að sjálfsögðu einnig orðið verðlaus ef bankinn hefði ekki getað selt þau. Þá hefðu kröfuhafar Kaupþings verið verr settir sem nemur fjárhæðinni sem Al Thani greiddi vegna sjálfsskuldarábyrgðarinnar. Athyglisvert er að í þessum kaupum fór aldrei króna út úr bankanum. Vegna sölunnar komu inn peningar sem ella hefðu ekki komið kröfuhöfum Kaupþings til góða. Stjórnendur Kaupþings hér á landi og í Luxembourg eru ákærðir fyrir umboðssvik í þessum viðskiptum, og sá sem kom á beinu sambandi milli bankans og Al Thanis er ákærður fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Í umboðssvikum felst að maður sem hefur á hendi sérstakar trúnaðarskyldur brýtur gegn þeim skyldum í hagnaðarskyni og veldur vinnuveitandanum um leið verulegri fjártjónshættu. Rannsókn sérstaks saksóknara á þessu máli, sem er í grunninn tiltölulega einfalt mál um hlutabréfaviðskipti, varð ótrúlega umfangsmikil og tók langan tíma. Skjöl sem sérstakur saksóknari lagði fram í dómi við upphaf málarekstursins eru um 7.000 – sjö þúsund – blaðsíður. Við upphaf rannsóknarinnar virtist sérstakur saksóknari telja að samningarnir við Al Thani hefðu verið einhvers konar málamyndagerningar eða sýndarviðskipti. Jafnvel voru efasemdir um að Al Thani væri yfirleitt til! Þegar það var komið á hreint komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði verið betur settur með að eiga áfram bréfin í Kaupþingi heldur en að selja þau með þeim hætti sem gert var! Sú skoðun vekur efasemdir um að allir sem stýra rannsóknum hjá sérstökum saksóknara séu sérstaklega vel til þess fallnir að stýra rannsóknum efnahagsbrota yfirleitt. Rétt er að taka það fram, að undirritaður var lengi vel skipaður verjandi eins sakborninganna í þessu máli en sagði sig frá verjandastarfinu fyrr á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Sjá meira
Í byrjun nóvember nk. hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í svokölluðu Al Thani-máli. Þetta er sakamál sem sérstakur saksóknari rekur gegn fjórum einstaklingum vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við vellauðugan kaupsýslumann frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Viðbúið er að mikið fréttafár verði í kringum þessa málsmeðferð. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að gefa þeim sem áhuga hafa á málinu stutt yfirlit yfir málavextina og efnisatriðin í málinu. Mér finnst verulega hafa skort á að þessum atriðum væru gerð fullnægjandi skil í fjölmiðlum, þrátt fyrir margvíslegar fréttir af málinu gegnum tíðina. Upphaf málsins er að rekja til þess að eftir að Al Thani hafði kynnt sér rækilega starfsemi Kaupþings og áreiðanleikakönnun sem fjárfestingafélag í Katar hafði gert á bankanum hafði hann áhuga á að verða hluthafi í bankanum. Tókust samningar milli hans og bankans um það 22. september 2008 að Al Thani keypti rúmlega 5% hlutafjár í bankanum. Seljandinn var bankinn sjálfur, sem átti á þessum tíma þetta magn hlutabréfa. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu Al Thanis, og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins.Aldrei króna úr bankanum Þegar Kaupþing féll í október 2008 urðu hlutabréfin verðlaus. Af því leiddi að helmingur söluverðsins tapaðist, en hinn helmingurinn sem var tryggður með persónulegri ábyrgð Al Thanis fékkst greiddur. Bréfin hefðu að sjálfsögðu einnig orðið verðlaus ef bankinn hefði ekki getað selt þau. Þá hefðu kröfuhafar Kaupþings verið verr settir sem nemur fjárhæðinni sem Al Thani greiddi vegna sjálfsskuldarábyrgðarinnar. Athyglisvert er að í þessum kaupum fór aldrei króna út úr bankanum. Vegna sölunnar komu inn peningar sem ella hefðu ekki komið kröfuhöfum Kaupþings til góða. Stjórnendur Kaupþings hér á landi og í Luxembourg eru ákærðir fyrir umboðssvik í þessum viðskiptum, og sá sem kom á beinu sambandi milli bankans og Al Thanis er ákærður fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Í umboðssvikum felst að maður sem hefur á hendi sérstakar trúnaðarskyldur brýtur gegn þeim skyldum í hagnaðarskyni og veldur vinnuveitandanum um leið verulegri fjártjónshættu. Rannsókn sérstaks saksóknara á þessu máli, sem er í grunninn tiltölulega einfalt mál um hlutabréfaviðskipti, varð ótrúlega umfangsmikil og tók langan tíma. Skjöl sem sérstakur saksóknari lagði fram í dómi við upphaf málarekstursins eru um 7.000 – sjö þúsund – blaðsíður. Við upphaf rannsóknarinnar virtist sérstakur saksóknari telja að samningarnir við Al Thani hefðu verið einhvers konar málamyndagerningar eða sýndarviðskipti. Jafnvel voru efasemdir um að Al Thani væri yfirleitt til! Þegar það var komið á hreint komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði verið betur settur með að eiga áfram bréfin í Kaupþingi heldur en að selja þau með þeim hætti sem gert var! Sú skoðun vekur efasemdir um að allir sem stýra rannsóknum hjá sérstökum saksóknara séu sérstaklega vel til þess fallnir að stýra rannsóknum efnahagsbrota yfirleitt. Rétt er að taka það fram, að undirritaður var lengi vel skipaður verjandi eins sakborninganna í þessu máli en sagði sig frá verjandastarfinu fyrr á þessu ári.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun