Enginn vill hlaupabrautir í kringum knattspyrnuvelli í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2013 08:30 Maksimir-leikvangurinn í Zagreb. Mynd/NordicPhotos/Getty Karlalandslið Íslands sækir Króata heim á Maksimir-leikvanginn í Zagreb hinn 19. nóvember. Landslið mótherjanna spilar allajafna heimaleiki sína á Maksimir-leikvanginum í Zagreb. Það mun liðið gera þegar íslensku strákarnir mæta í heimsókn. Umhverfis völlinn er hlaupabraut en íslenskir stuðningsmenn hafa löngum kvartað yfir hlaupabrautinni á Laugardalsvelli. Fjarlægð áhorfenda frá vellinum er sögð minnka stemninguna og taka Króatar undir það sjónarmið.Aleksandar Holiga„Enginn kann að meta hlaupabrautir í kringum knattspyrnuvelli í dag,“ segir króatíski blaðamaðurinn Aleksandar Holiga. Hann segir hlaupabrautina þó ekki það vandamál sem sé efst í huga landa sinna. „Við köllum leikvanginn ýmist þann ljótasta í Evrópu eða skömm Maksimir,“ segir Holiga en Maksimir er nafn á hverfinu í Zagreb þar sem má meðal annars finna stóran almenningsgarð auk leikvangsins. Leikvangurinn fagnaði 100 ára afmæli á síðasta ári en miklum fjármunum hefur verið varið í endurbætur á honum. Holiga segir það þó ekki að sjá enda löngu ljóst að rífa þurfi leikvanginn. Það hafi staðið til í áratugi en ekki hafi fengist nægt fjármagn. Skiptar skoðanir eru á því hvort nýjan leikvang skuli byggja á rústum þess gamla, verði hann rifinn, eða hvort byggja eigi í úthverfinu.Litríkur Maksimir-leikvangurinn tekur rúmlega 38 þúsund manns í sæti.nordicphotos/Getty„Staðsetningin hefur tilfinningalegt gildi fyrir suma,“ segir Holiga um þá sem vilja halda leikvanginum á sama stað. Vandamálið sé hins vegar að umferðaræðar geri staðsetninguna alls ekki góða. * Þrátt fyrir allt segir Holiga að andrúmsloftið á Maksimir geti verið rafmagnað á sumum leikjum. Áhugi fólks á landsliðinu sé hins vegar ekki þess eðlis að reikna megi með slíku þegar strákarnir okkar mæti í heimsókn. „Manni líður samt alltaf kjánalega á leikvanginum enda virkar hver stúka eins og hún hafi verið byggð fyrir annan leikvang. Þá virkar hún líka galopin á öllum hliðum.“ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Sjá meira
Karlalandslið Íslands sækir Króata heim á Maksimir-leikvanginn í Zagreb hinn 19. nóvember. Landslið mótherjanna spilar allajafna heimaleiki sína á Maksimir-leikvanginum í Zagreb. Það mun liðið gera þegar íslensku strákarnir mæta í heimsókn. Umhverfis völlinn er hlaupabraut en íslenskir stuðningsmenn hafa löngum kvartað yfir hlaupabrautinni á Laugardalsvelli. Fjarlægð áhorfenda frá vellinum er sögð minnka stemninguna og taka Króatar undir það sjónarmið.Aleksandar Holiga„Enginn kann að meta hlaupabrautir í kringum knattspyrnuvelli í dag,“ segir króatíski blaðamaðurinn Aleksandar Holiga. Hann segir hlaupabrautina þó ekki það vandamál sem sé efst í huga landa sinna. „Við köllum leikvanginn ýmist þann ljótasta í Evrópu eða skömm Maksimir,“ segir Holiga en Maksimir er nafn á hverfinu í Zagreb þar sem má meðal annars finna stóran almenningsgarð auk leikvangsins. Leikvangurinn fagnaði 100 ára afmæli á síðasta ári en miklum fjármunum hefur verið varið í endurbætur á honum. Holiga segir það þó ekki að sjá enda löngu ljóst að rífa þurfi leikvanginn. Það hafi staðið til í áratugi en ekki hafi fengist nægt fjármagn. Skiptar skoðanir eru á því hvort nýjan leikvang skuli byggja á rústum þess gamla, verði hann rifinn, eða hvort byggja eigi í úthverfinu.Litríkur Maksimir-leikvangurinn tekur rúmlega 38 þúsund manns í sæti.nordicphotos/Getty„Staðsetningin hefur tilfinningalegt gildi fyrir suma,“ segir Holiga um þá sem vilja halda leikvanginum á sama stað. Vandamálið sé hins vegar að umferðaræðar geri staðsetninguna alls ekki góða. * Þrátt fyrir allt segir Holiga að andrúmsloftið á Maksimir geti verið rafmagnað á sumum leikjum. Áhugi fólks á landsliðinu sé hins vegar ekki þess eðlis að reikna megi með slíku þegar strákarnir okkar mæti í heimsókn. „Manni líður samt alltaf kjánalega á leikvanginum enda virkar hver stúka eins og hún hafi verið byggð fyrir annan leikvang. Þá virkar hún líka galopin á öllum hliðum.“
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Sjá meira