Tónlistarsérfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen hefur endurútgefið greinasafn sitt Tónlist... er tónlist: Greinar 1999-2012 sem kom út fyrir jólin í fyrra.
Bókin þótti troðast undir í jólabókaflóðinu og var því ákveðið að endurútgefa hana með nýrri kápu.
Annað tilefni er að Airwaves-hátíðin gengur í hönd um næstu helgi og í safninu er margvíslegar greinar um hátíðina. Einnig er bókin ríkuleg heimild um tónlist af öllu síðasta áratuginn eða svo.
Arnar er búsettur erlendis þar sem hann leggur stund á doktorsnám í tónlistarfræðum við Edinborgarháskóla. Aðrar bækur hans eru Öll trixin í bókinni ásamt Einar Bárðarsyni og 100 bestu plötur Íslandssögunnar ásamt Jónatani Garðarssyni.
Bók Arnars Eggerts endurútgefin
