Stelpur spila djass með Kjass Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. október 2013 11:00 Fanney Kristjánsdóttir söngkona hefur stofnað hljómsveitina Kjass en í henni eru tvær stelpur. mynd/nanna dís „Mig hafði lengi langað til að stofna djasshljómsveit og lét svo verða af því að lokum,“ segir Fanney Kristjánsdóttir söngkona en hún stofnaði djasshljómsveitina Kjass í sumar, sem er ein af örfáum djasshljómsveitum hér á landi sem skartar tveimur stúlkum. „Ég held það sé ekki algengt að það séu tvær stelpur í svona djasshljómsveit en við Anna Gréta píanóleikari náum mjög vel saman,“ bætir Fanney við. Hún skipar hana ásamt félögum sínum sem hún kynntist í Tónlistarskóla FÍH sem eru þau, Anna Gréta Sigurðardóttir sem spilar á píanó, Birgir Steinn Theodórsson bassaleikari, Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari og Óskar Kjartansson trommuleikari. Kjass er þessa dagana að semja efni fyrir plötu en stefnt er á að hefja upptökur fljótlega á næsta ári. Meðlimir hljómsveitarinnar eru allir á framhaldsstigi í Tónlistarskóla FÍH að frátöldum slagverksleikaranum sem lauk burtfararprófi þaðan í vor. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Mig hafði lengi langað til að stofna djasshljómsveit og lét svo verða af því að lokum,“ segir Fanney Kristjánsdóttir söngkona en hún stofnaði djasshljómsveitina Kjass í sumar, sem er ein af örfáum djasshljómsveitum hér á landi sem skartar tveimur stúlkum. „Ég held það sé ekki algengt að það séu tvær stelpur í svona djasshljómsveit en við Anna Gréta píanóleikari náum mjög vel saman,“ bætir Fanney við. Hún skipar hana ásamt félögum sínum sem hún kynntist í Tónlistarskóla FÍH sem eru þau, Anna Gréta Sigurðardóttir sem spilar á píanó, Birgir Steinn Theodórsson bassaleikari, Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari og Óskar Kjartansson trommuleikari. Kjass er þessa dagana að semja efni fyrir plötu en stefnt er á að hefja upptökur fljótlega á næsta ári. Meðlimir hljómsveitarinnar eru allir á framhaldsstigi í Tónlistarskóla FÍH að frátöldum slagverksleikaranum sem lauk burtfararprófi þaðan í vor.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira