Guðmunda hefur bætt sig mikið á milli ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2013 06:00 Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði 11 mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Mynd/Anton Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær hópinn sinn fyrir leik úti í Serbíu í undankeppni HM. Freyr gerir nokkrar breytingar frá tapinu á móti Sviss á dögunum. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur lagt skóna á hilluna. Auk hennar detta úr hópnum þær Greta Mjöll Samúelsdóttir, Ásgerður Baldursdóttir og Ólína Viðarsdóttir sem er meidd. Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir, efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar, kemur inn í hópinn og er eini ungi framherjinn í liðinu. „Guðmunda hefur æft með okkur núna síðustu vikur og virkar í mjög góðu standi. Hún hefur bætt sig mikið á milli ára. Hún er gríðarlega kröftug, hefur sprengikraft og styrk sem getur nýst okkur vel,“ sagði Freyr. Freyr kallar líka aftur á Elísu Viðarsdóttur og Þórunni Helgu Jónsdóttur sem voru í EM-hópnum en ekki með á móti Sviss. Verða nýliðarnir í stórum hlutverkum? „Það er erfitt að segja núna. Það munu allir hafa hlutverk. Guðmunda og Þórunn gætu báðar byrjað þess vegna. Það kemur í ljós þegar við hittumst og sjáum stöðuna á hópnum," segir Freyr. Óvíst er hver tekur við fyrirliðabandinu hjá íslenska kvennalandsliðinu en Freyr Alexandersson vildi ekki tjá sig um hver tæki við fyrirliðabandinu á blaðmannafundi í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir eru líklegastar til að hreppa hnossið. En hverjir eru möguleikar Íslands að komast á HM? „Það er mjög erfitt að meta möguleikana. Við eigum alveg séns en það þarf mikið að gerast. Nú er kominn sá tímapuktur að undirbúa okkur fyrir hvern einasta leik. Einn í einu. Við þurfum að gjöra svo vel að fara til Serbíu, gera vel og vinna þann leik," sagði Freyr. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær hópinn sinn fyrir leik úti í Serbíu í undankeppni HM. Freyr gerir nokkrar breytingar frá tapinu á móti Sviss á dögunum. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur lagt skóna á hilluna. Auk hennar detta úr hópnum þær Greta Mjöll Samúelsdóttir, Ásgerður Baldursdóttir og Ólína Viðarsdóttir sem er meidd. Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir, efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar, kemur inn í hópinn og er eini ungi framherjinn í liðinu. „Guðmunda hefur æft með okkur núna síðustu vikur og virkar í mjög góðu standi. Hún hefur bætt sig mikið á milli ára. Hún er gríðarlega kröftug, hefur sprengikraft og styrk sem getur nýst okkur vel,“ sagði Freyr. Freyr kallar líka aftur á Elísu Viðarsdóttur og Þórunni Helgu Jónsdóttur sem voru í EM-hópnum en ekki með á móti Sviss. Verða nýliðarnir í stórum hlutverkum? „Það er erfitt að segja núna. Það munu allir hafa hlutverk. Guðmunda og Þórunn gætu báðar byrjað þess vegna. Það kemur í ljós þegar við hittumst og sjáum stöðuna á hópnum," segir Freyr. Óvíst er hver tekur við fyrirliðabandinu hjá íslenska kvennalandsliðinu en Freyr Alexandersson vildi ekki tjá sig um hver tæki við fyrirliðabandinu á blaðmannafundi í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir eru líklegastar til að hreppa hnossið. En hverjir eru möguleikar Íslands að komast á HM? „Það er mjög erfitt að meta möguleikana. Við eigum alveg séns en það þarf mikið að gerast. Nú er kominn sá tímapuktur að undirbúa okkur fyrir hvern einasta leik. Einn í einu. Við þurfum að gjöra svo vel að fara til Serbíu, gera vel og vinna þann leik," sagði Freyr.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Stefán vann í stað Arnars Sport Fleiri fréttir Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Sjá meira