Tónlist

Mammút fékk gullplötu fyrir Karkara

Freyr Bjarnason skrifar
Hljómsveitin Mammút tekur á móti gullplötunni sem hún fékk fyrir Karkari.
Hljómsveitin Mammút tekur á móti gullplötunni sem hún fékk fyrir Karkari. fréttablaðið/valli
Hljómsveitin Mammút tók á móti gullplötu í gær fyrir að hafa selt síðustu plötu sína, Karkari, í fimm þúsund eintökum.

Fimm ár eru liðin síðan þessi önnur plata sveitarinnar kom út. Sú þriðja, Komdu til mín svarta systir, kemur í verslanir á föstudag.

„Þetta er rosalega gaman. Sérstaklega að akkúrat þegar hin er að koma út sé þessi að detta í gull á sama tíma,“ segir Arnar Pétursson úr Mammút. „Þetta var svolítið óvænt. Við vissum að hún hafði selst í nokkur þúsund eintökum en höfðum aldrei pælt í því að þetta myndi gerast.“

Nýja platan hefur verið nokkuð lengi í fæðingu. Upptökur hófust sumarið 2012 á Kóngsbakka. Meðlimir Mammúts tóku sér góðan tíma í að nostra við öll smáatriði plötunnar í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Nú þegar hafa tvö lög af henni, Salt og Blóðberg, verið spiluð í útvarpi við góðar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×