Mammút fékk gullplötu fyrir Karkara Freyr Bjarnason skrifar 23. október 2013 10:23 Hljómsveitin Mammút tekur á móti gullplötunni sem hún fékk fyrir Karkari. fréttablaðið/valli Hljómsveitin Mammút tók á móti gullplötu í gær fyrir að hafa selt síðustu plötu sína, Karkari, í fimm þúsund eintökum. Fimm ár eru liðin síðan þessi önnur plata sveitarinnar kom út. Sú þriðja, Komdu til mín svarta systir, kemur í verslanir á föstudag. „Þetta er rosalega gaman. Sérstaklega að akkúrat þegar hin er að koma út sé þessi að detta í gull á sama tíma,“ segir Arnar Pétursson úr Mammút. „Þetta var svolítið óvænt. Við vissum að hún hafði selst í nokkur þúsund eintökum en höfðum aldrei pælt í því að þetta myndi gerast.“ Nýja platan hefur verið nokkuð lengi í fæðingu. Upptökur hófust sumarið 2012 á Kóngsbakka. Meðlimir Mammúts tóku sér góðan tíma í að nostra við öll smáatriði plötunnar í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Nú þegar hafa tvö lög af henni, Salt og Blóðberg, verið spiluð í útvarpi við góðar undirtektir. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Mammút tók á móti gullplötu í gær fyrir að hafa selt síðustu plötu sína, Karkari, í fimm þúsund eintökum. Fimm ár eru liðin síðan þessi önnur plata sveitarinnar kom út. Sú þriðja, Komdu til mín svarta systir, kemur í verslanir á föstudag. „Þetta er rosalega gaman. Sérstaklega að akkúrat þegar hin er að koma út sé þessi að detta í gull á sama tíma,“ segir Arnar Pétursson úr Mammút. „Þetta var svolítið óvænt. Við vissum að hún hafði selst í nokkur þúsund eintökum en höfðum aldrei pælt í því að þetta myndi gerast.“ Nýja platan hefur verið nokkuð lengi í fæðingu. Upptökur hófust sumarið 2012 á Kóngsbakka. Meðlimir Mammúts tóku sér góðan tíma í að nostra við öll smáatriði plötunnar í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Nú þegar hafa tvö lög af henni, Salt og Blóðberg, verið spiluð í útvarpi við góðar undirtektir.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira