Raggi Bjarna með nýja og ferska plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. október 2013 11:00 Ragnar Bjarnason og Jón Ólafsson taka við Gullplötu fyrir dúettaplötuna sem kom út í fyrra. Mynd/GVA „Þetta eru allt saman ný lög og ný ljóð, og það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna að plötunni,“ segir Ragnar Bjarnason tónlistarmaður, sem er þessa dagana að klára nýja plötu sem kemur út um miðjan nóvember. Platan sem er enn ónefnd er unnin af Jóni Ólafssyni tónlistarmanni og hafa þeir félagar unnið í tvo til þrjá mánuði að henni. „Við eyddum miklum tíma í að finna rétta stílinn. Jón Ólafs hefur verið potturinn og pannan í þessu öllu saman. Allir þeir sem koma að plötunni eru alveg frábærir.“ Fjöldinn allur af lagahöfundum á lög á plötunni og eru Jón Jónsson, Megas, Magnús Þór Sigmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Valgeir Guðjónsson þeirra á meðal. Þá eiga Ólafur Haukur Símonarson, Kristján Hrafnsson, Valgeir Guðjónsson og Kristján Hreinsson texta á plötunni, ásamt fleiri skáldum. „Það er mikill léttleiki yfir nýju plötunni, hún er skemmtileg og við förum yfir allan skalann, allt frá reggíi yfir í hálfgert diskó, svo eru líka rólegar og fallegar perlur þarna,“ útskýrir Ragnar. Textarnir eru léttir og segja skemmtilegar sögur. „Það er einn texti þarna um Þjóðarbókhlöðuna og fjallar í raun um hvernig lífið er og hvað fólk er að gera á Þjóðarbókhlöðunni. Það hefur enginn sungið um Þjóðarbókhlöðuna fyrr en núna,“ bætir Ragnar við léttur í lundu. Þetta er fyrsta platan sem Ragnar gefur út í fjölmörg ár, þar sem eingöngu er nýtt efni á boðstólnum. Þó kom út árið 2007 jólaplata með honum þar sem ný jólalög var að finna. Í fyrra gaf Ragnar út plötu sem innihélt dúetta og seldist hún mjög vel en Ragnar tók einmitt á móti Gullplötu í gær fyrir þá plötu. „Fyrir utan plötuna er ég mikið að skemmta á samkomum, eins og í afmælum og á árshátíðum, en svo reikna ég nú með að við höldum útgáfutónleika fljótlega eftir útgáfuna,“ bætir Ragnar við að lokum. Hér fyrir neðan má finna tvö lög af dúettaplötu Ragnars. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta eru allt saman ný lög og ný ljóð, og það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna að plötunni,“ segir Ragnar Bjarnason tónlistarmaður, sem er þessa dagana að klára nýja plötu sem kemur út um miðjan nóvember. Platan sem er enn ónefnd er unnin af Jóni Ólafssyni tónlistarmanni og hafa þeir félagar unnið í tvo til þrjá mánuði að henni. „Við eyddum miklum tíma í að finna rétta stílinn. Jón Ólafs hefur verið potturinn og pannan í þessu öllu saman. Allir þeir sem koma að plötunni eru alveg frábærir.“ Fjöldinn allur af lagahöfundum á lög á plötunni og eru Jón Jónsson, Megas, Magnús Þór Sigmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Valgeir Guðjónsson þeirra á meðal. Þá eiga Ólafur Haukur Símonarson, Kristján Hrafnsson, Valgeir Guðjónsson og Kristján Hreinsson texta á plötunni, ásamt fleiri skáldum. „Það er mikill léttleiki yfir nýju plötunni, hún er skemmtileg og við förum yfir allan skalann, allt frá reggíi yfir í hálfgert diskó, svo eru líka rólegar og fallegar perlur þarna,“ útskýrir Ragnar. Textarnir eru léttir og segja skemmtilegar sögur. „Það er einn texti þarna um Þjóðarbókhlöðuna og fjallar í raun um hvernig lífið er og hvað fólk er að gera á Þjóðarbókhlöðunni. Það hefur enginn sungið um Þjóðarbókhlöðuna fyrr en núna,“ bætir Ragnar við léttur í lundu. Þetta er fyrsta platan sem Ragnar gefur út í fjölmörg ár, þar sem eingöngu er nýtt efni á boðstólnum. Þó kom út árið 2007 jólaplata með honum þar sem ný jólalög var að finna. Í fyrra gaf Ragnar út plötu sem innihélt dúetta og seldist hún mjög vel en Ragnar tók einmitt á móti Gullplötu í gær fyrir þá plötu. „Fyrir utan plötuna er ég mikið að skemmta á samkomum, eins og í afmælum og á árshátíðum, en svo reikna ég nú með að við höldum útgáfutónleika fljótlega eftir útgáfuna,“ bætir Ragnar við að lokum. Hér fyrir neðan má finna tvö lög af dúettaplötu Ragnars.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira