Fjögur markmið fyrir meistara Marín Manda skrifar 18. október 2013 11:00 Arnaldur Birkir Konráðsson Arnaldur Birgir Konráðsson, þjálfari og framkvæmdastjóri Boot Camp á Íslandi, gefur góð ráð í meistaramánuðinum.Hreyfing „Við vitum öll að hreyfing skiptir miklu máli en fæstir gera sér grein fyrir því að einungis 20 mínútna hreyfing þrisvar í viku getur haft mjög góð áhrif á hjarta og æðakerfi, styrkt stoðkerfið og aukið líkamlegt úthald. Meistaramánuður er kjörinn til að setja sér ný markmið og takast á við nýjar áskoranir.“Mataræði „Samfélagið er uppfullt af kúrum og skyndilausnum og fáar þjóðir jafn ginnkeyptar fyrir því og við Íslendingar. Ég ráðlegg þetta: 1 - Borðaðu fjölbreytta fæðu. Forðastu sætindi, gos, snakk og unnar kjötvörur en taktu meira inn af grænmeti, ávöxtum, fiski, kjúklingi og kornvörum. 2 - Forðastu að borða seint á kvöldin. Góð regla er að bursta tennurnar strax eftir kvöldmat því þá ertu síður líkleg(ur) til að narta á kvöldin. 3 - Drekktu meira vatn. Gott er að drekka eitt til tvö vatnsglös fyrir mat því þá borðar þú ósjálfrátt minna. 4 - Borðaðu hægt. Það tekur líkamann tíma að koma þeim skilaboðum áleiðis að nú sé hann mettur. 5 - Minnkaðu skammtana. Flest okkar borða allt of mikið í einu. Góð regla er að borða oftar og forðast sveiflur í blóðsykri. 6 - Vítamín og steinefni. Nú færist veturinn yfir og þörfin fyrir vítamín eykst. Ég mæli með lýsi og góðu fjölvítamíni.“Svefn „Rannsóknir sýna okkur æ betur hvað svefninn skiptir heilsu okkar miklu máli. Lengd svefns er eitt og gæði er annað. Að sofa í sex góða tíma er mun betra en að sofa í átta tíma þar sem við vöknum tvisvar til þrisvar sinnum yfir nóttina. Eins skiptir miklu máli að sofna fyrir miðnætti svo við náum góðum djúpsvefni. Vel hvíldur líkami verður síður veikur og heldur betur einbeitingu.“Jákvæð sálfræði „Hrósaðu sjálfum þér og öðrum. Ekki tala niður til þín. Hringdu í vini og ættingja eða hreinlega sendu smáskilaboð á þá sem þér þykir vænt um. Þú getur verið viss um að þér og þeim mun líða betur.“ Heilsa Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Arnaldur Birgir Konráðsson, þjálfari og framkvæmdastjóri Boot Camp á Íslandi, gefur góð ráð í meistaramánuðinum.Hreyfing „Við vitum öll að hreyfing skiptir miklu máli en fæstir gera sér grein fyrir því að einungis 20 mínútna hreyfing þrisvar í viku getur haft mjög góð áhrif á hjarta og æðakerfi, styrkt stoðkerfið og aukið líkamlegt úthald. Meistaramánuður er kjörinn til að setja sér ný markmið og takast á við nýjar áskoranir.“Mataræði „Samfélagið er uppfullt af kúrum og skyndilausnum og fáar þjóðir jafn ginnkeyptar fyrir því og við Íslendingar. Ég ráðlegg þetta: 1 - Borðaðu fjölbreytta fæðu. Forðastu sætindi, gos, snakk og unnar kjötvörur en taktu meira inn af grænmeti, ávöxtum, fiski, kjúklingi og kornvörum. 2 - Forðastu að borða seint á kvöldin. Góð regla er að bursta tennurnar strax eftir kvöldmat því þá ertu síður líkleg(ur) til að narta á kvöldin. 3 - Drekktu meira vatn. Gott er að drekka eitt til tvö vatnsglös fyrir mat því þá borðar þú ósjálfrátt minna. 4 - Borðaðu hægt. Það tekur líkamann tíma að koma þeim skilaboðum áleiðis að nú sé hann mettur. 5 - Minnkaðu skammtana. Flest okkar borða allt of mikið í einu. Góð regla er að borða oftar og forðast sveiflur í blóðsykri. 6 - Vítamín og steinefni. Nú færist veturinn yfir og þörfin fyrir vítamín eykst. Ég mæli með lýsi og góðu fjölvítamíni.“Svefn „Rannsóknir sýna okkur æ betur hvað svefninn skiptir heilsu okkar miklu máli. Lengd svefns er eitt og gæði er annað. Að sofa í sex góða tíma er mun betra en að sofa í átta tíma þar sem við vöknum tvisvar til þrisvar sinnum yfir nóttina. Eins skiptir miklu máli að sofna fyrir miðnætti svo við náum góðum djúpsvefni. Vel hvíldur líkami verður síður veikur og heldur betur einbeitingu.“Jákvæð sálfræði „Hrósaðu sjálfum þér og öðrum. Ekki tala niður til þín. Hringdu í vini og ættingja eða hreinlega sendu smáskilaboð á þá sem þér þykir vænt um. Þú getur verið viss um að þér og þeim mun líða betur.“
Heilsa Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög