Tónlist

Jón Jónsson fær að gefa út lag

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Jón Jónsson sendir frá sér nýtt lag í vikunni.
Jón Jónsson sendir frá sér nýtt lag í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Við erum loksins að fá að gefa út nýtt lag, við erum komnir með bunka af nýjum lögum,“ segir Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður, sem gefur út lagið Feel For You á föstudag. Jón gaf síðast út lag síðasta sumar.

Tónlistarmaðurinn samdi við útgáfufyrirtækið Sony í fyrra haust en lítið hefur gerst síðan að samningurinn var undirritaður. „Við höfum ekki fengið að gefa út efni síðan að samningurinn tók gildi, það hefur lítið gerst, þetta hefur verið á ís í langan tíma og við erum orðnir mjög þyrstir í að gefa út lag.“

Lagið er að mestu tekið upp í hljóðveri Jóns og félaga og sér Haffi Tempo sér um hljóðblöndun þess.

Aðspurður segir Jón texta lagsins fjalla um skólapilt sem heldur partí í þeirri von að stúlkan sem hann er skotinn í mæti. Hann vonar að nýja lagið blási lífi í gamlar glæður og að hljómsveitin fari að spila að einhverri alvöru að nýju.

„Ef öllum finnst lagið glatað þá fer ég bara að einbeita mér að fótboltanum,“ segir Jón við að lokum, léttur í lundu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×