Brá þegar hann sá stikluna Freyr Bjarnason skrifar 10. október 2013 08:15 „Mér brá þegar ég sá stikluna. Áður en hún er skoðuð á Youtube er mynd af okkur tveimur, þetta var svo absúrd,“ segir leikarinn Gunnar Helgason. Hann er einn þriggja Íslendinga sem koma við sögu í stiklu nýjustu myndar Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem var að hluta til tekin upp hér á landi. „Það má ekki blikka þegar maður horfir á stikluna, þá missir fólk af mér,“ segir hann og hlær. Aðrir sem sjást í sýnishorninu eru Ólafur Darri Ólafsson og Þórhallur Sigurðsson. Ari Matthíasson leikur einnig í myndinni. Gunnar leikur hótelstarfsmann í myndinni og segir tökurnar hafa verið ótrúlegt ævintýri. „Ég held ég nái alveg upp í tvær mínútur í myndinni. Ég bjarga honum [Stiller] á síðustu stundu, án þess að ég vilji gefa upp plottið,“ segir hann. „Þetta var alveg svakalega gaman og ég er ótrúlega glaður og ánægður að vera beðinn um að leika í henni.“ Að sögn Gunnars er þetta Hollywood-hlutverk stærra en hann hefur farið með í íslenskum myndum. Eftir að tökum lauk á „Mitty“ lék hann í Ófeigur gengur aftur þar sem hann sagði ekki eitt aukatekið orð. Áður hafði hann farið með lítið hlutverk í Gauragangi. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Mér brá þegar ég sá stikluna. Áður en hún er skoðuð á Youtube er mynd af okkur tveimur, þetta var svo absúrd,“ segir leikarinn Gunnar Helgason. Hann er einn þriggja Íslendinga sem koma við sögu í stiklu nýjustu myndar Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem var að hluta til tekin upp hér á landi. „Það má ekki blikka þegar maður horfir á stikluna, þá missir fólk af mér,“ segir hann og hlær. Aðrir sem sjást í sýnishorninu eru Ólafur Darri Ólafsson og Þórhallur Sigurðsson. Ari Matthíasson leikur einnig í myndinni. Gunnar leikur hótelstarfsmann í myndinni og segir tökurnar hafa verið ótrúlegt ævintýri. „Ég held ég nái alveg upp í tvær mínútur í myndinni. Ég bjarga honum [Stiller] á síðustu stundu, án þess að ég vilji gefa upp plottið,“ segir hann. „Þetta var alveg svakalega gaman og ég er ótrúlega glaður og ánægður að vera beðinn um að leika í henni.“ Að sögn Gunnars er þetta Hollywood-hlutverk stærra en hann hefur farið með í íslenskum myndum. Eftir að tökum lauk á „Mitty“ lék hann í Ófeigur gengur aftur þar sem hann sagði ekki eitt aukatekið orð. Áður hafði hann farið með lítið hlutverk í Gauragangi.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira