Illugi tekinn á beinið Elín Albertsdóttir skrifar 9. október 2013 18:00 Lóa Pind Aldísardóttir fer af stað með nýjan þátt, Stóru málin, í opinni dagskrá á mánudags- kvöldið. Þar verður fjallað um mál er brenna á þjóðinni á beinskeyttan og upplýstan hátt. Í þættinum á mánudag verða skólamálin tekin fyrir. „Gestur minn í fyrsta þætti verður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem situr fyrir svörum. Ég átti eftir að ljúka umræðunni sem skapaðist með þáttunum Tossarnir sem sýndir voru í fyrravetur en mun gera það nú með Illuga. Einnig kemur Jón Gnarr borgarstjóri inn í umræðuna.“ Lóa er spyrill þáttarins en hún segir allt opið með hversu margir gestir verða í hverjum þætti. „Það fer svolítið eftir umræðunni hverju sinni. Þátturinn er ekki rígnegldur fyrir fram heldur sveigjanlegur. Pistlahöfundar koma fram og segja skoðun sína umbúðalaust en í fyrstu þáttum eru það Hallgrímur Helgason rithöfundur, Brynjar Níelsson alþingismaður og Eva Hauksdóttir bloggari. Þetta verður pólitískur umræðuþáttur þar sem kastljósinu verður beint að þeim málum sem helst brenna á þjóðinni hverju sinni. Meiningin er að vera með beinskeytta, líflega umræðu um helstu þjóðmálin en fyrst og fremst er þetta umræða um málefni, tillögur, aðgerðir og hugmyndir, fremur en að það sé verið að greina hverjir séu vinir innan flokkanna eða ekki,“ útskýrir Lóa og bætir við að það verði ekki fjallað um fréttir vikunnar, eins og oft er í slíkum þáttum, heldur mál sem efst eru á baugi. Lóa hefur sagt skilið við fréttastofuna og alfarið snúið sér að dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Hún segist vera afar ánægð með þá ákvörðun. „Mér finnst dásamlega skemmtilegt að vinna við þáttagerð,“ segir hún. Í nóvember fer af stað önnur þáttaröð sem nefnist „Eitthvað annað“. Þar verður fjallað um atvinnumál í landinu. Stóru málin Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið Rappar um vímu Lífið Fleiri fréttir Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir fer af stað með nýjan þátt, Stóru málin, í opinni dagskrá á mánudags- kvöldið. Þar verður fjallað um mál er brenna á þjóðinni á beinskeyttan og upplýstan hátt. Í þættinum á mánudag verða skólamálin tekin fyrir. „Gestur minn í fyrsta þætti verður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem situr fyrir svörum. Ég átti eftir að ljúka umræðunni sem skapaðist með þáttunum Tossarnir sem sýndir voru í fyrravetur en mun gera það nú með Illuga. Einnig kemur Jón Gnarr borgarstjóri inn í umræðuna.“ Lóa er spyrill þáttarins en hún segir allt opið með hversu margir gestir verða í hverjum þætti. „Það fer svolítið eftir umræðunni hverju sinni. Þátturinn er ekki rígnegldur fyrir fram heldur sveigjanlegur. Pistlahöfundar koma fram og segja skoðun sína umbúðalaust en í fyrstu þáttum eru það Hallgrímur Helgason rithöfundur, Brynjar Níelsson alþingismaður og Eva Hauksdóttir bloggari. Þetta verður pólitískur umræðuþáttur þar sem kastljósinu verður beint að þeim málum sem helst brenna á þjóðinni hverju sinni. Meiningin er að vera með beinskeytta, líflega umræðu um helstu þjóðmálin en fyrst og fremst er þetta umræða um málefni, tillögur, aðgerðir og hugmyndir, fremur en að það sé verið að greina hverjir séu vinir innan flokkanna eða ekki,“ útskýrir Lóa og bætir við að það verði ekki fjallað um fréttir vikunnar, eins og oft er í slíkum þáttum, heldur mál sem efst eru á baugi. Lóa hefur sagt skilið við fréttastofuna og alfarið snúið sér að dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Hún segist vera afar ánægð með þá ákvörðun. „Mér finnst dásamlega skemmtilegt að vinna við þáttagerð,“ segir hún. Í nóvember fer af stað önnur þáttaröð sem nefnist „Eitthvað annað“. Þar verður fjallað um atvinnumál í landinu.
Stóru málin Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið Rappar um vímu Lífið Fleiri fréttir Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Sjá meira