Frestum ekki framtíðinni Árni Páll Árnason skrifar 4. október 2013 06:00 Nýtt fjárlagafrumvarp hefur litið dagsins ljós. Um það má eitt gott segja: Það er lagt fram á þann veg að jöfnuður náist í ríkisrekstri á næsta ári. Í því er hins vegar engin framtíðarsýn. Gripið er til allra handa smáskammtalækninga til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Skorið er niður hjá öllum heilbrigðisstofnunum, öllum framhaldsskólum og öllum háskólum. Ekkert var skorið niður í heilbrigðismálum á síðasta ári hjá fyrri ríkisstjórn, því við töldum að komið væri nóg. Við bættum við fjárveitingum til tækjakaupa. Þær eru nú teknar til baka. Er einhver sem trúir að heilbrigðisstofnanir séu aflögufærar nú? Hagvöxtur er lítill og störfum fjölgar ekki hjá fólki með starfsmenntun. Mun færri Íslendingar eru með framhaldsmenntun en í nálægum löndum. Þess vegna þarf átak í tækniþróun til að auka verðmætin sem við sköpum. Þess vegna jukum við gríðarlega framlög í rannsóknarsjóði og tækniþróunarsjóð. Þorri þeirra framlaga er nú tekinn út. Þess vegna settum við fé í sérstakt starfsmenntaátak. Allt það fé er tekið út. Þess vegna settum við fé í skapandi greinar og græna atvinnusköpun. Þorri þess fjár er tekinn út. Svo lýsir forsætisráðherra andúð á erlendri fjárfestingu og trú þeirri stefnumörkun tekur ríkisstjórnin út allt – ég endurtek allt – fé sem ætlað var til að kynna Ísland sem fjárfestingarkost á erlendum vettvangi. Til að bíta höfuðið af skömminni er svigrúm í ríkisfjármálum nýtt í þágu stórútgerðar, stóriðju og ferðaþjónustu, sem hafa notið ríkulegar af gengishruni og kjaraskerðingu almennings í landinu en nokkrar aðrar greinar. Þetta fjárlagafrumvarp ber vitni algerum skorti á framtíðarsýn. Hvernig á að fjölga verðmætum störfum? Hvernig á að byggja betra samfélag? Við þeim spurningum á þessi kyrrstöðuríkisstjórn engin svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt fjárlagafrumvarp hefur litið dagsins ljós. Um það má eitt gott segja: Það er lagt fram á þann veg að jöfnuður náist í ríkisrekstri á næsta ári. Í því er hins vegar engin framtíðarsýn. Gripið er til allra handa smáskammtalækninga til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Skorið er niður hjá öllum heilbrigðisstofnunum, öllum framhaldsskólum og öllum háskólum. Ekkert var skorið niður í heilbrigðismálum á síðasta ári hjá fyrri ríkisstjórn, því við töldum að komið væri nóg. Við bættum við fjárveitingum til tækjakaupa. Þær eru nú teknar til baka. Er einhver sem trúir að heilbrigðisstofnanir séu aflögufærar nú? Hagvöxtur er lítill og störfum fjölgar ekki hjá fólki með starfsmenntun. Mun færri Íslendingar eru með framhaldsmenntun en í nálægum löndum. Þess vegna þarf átak í tækniþróun til að auka verðmætin sem við sköpum. Þess vegna jukum við gríðarlega framlög í rannsóknarsjóði og tækniþróunarsjóð. Þorri þeirra framlaga er nú tekinn út. Þess vegna settum við fé í sérstakt starfsmenntaátak. Allt það fé er tekið út. Þess vegna settum við fé í skapandi greinar og græna atvinnusköpun. Þorri þess fjár er tekinn út. Svo lýsir forsætisráðherra andúð á erlendri fjárfestingu og trú þeirri stefnumörkun tekur ríkisstjórnin út allt – ég endurtek allt – fé sem ætlað var til að kynna Ísland sem fjárfestingarkost á erlendum vettvangi. Til að bíta höfuðið af skömminni er svigrúm í ríkisfjármálum nýtt í þágu stórútgerðar, stóriðju og ferðaþjónustu, sem hafa notið ríkulegar af gengishruni og kjaraskerðingu almennings í landinu en nokkrar aðrar greinar. Þetta fjárlagafrumvarp ber vitni algerum skorti á framtíðarsýn. Hvernig á að fjölga verðmætum störfum? Hvernig á að byggja betra samfélag? Við þeim spurningum á þessi kyrrstöðuríkisstjórn engin svör.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar