Hlýnunin ótvírætt mannanna verk Svavar Hávarðsson skrifar 28. september 2013 09:00 Veðuröfgar af áður óþekktri stærðargráðu, verða að óbreyttu fylgifiskar veðurfarsbreytinga á næstu áratugum. nordicphotos/gettyimages Niðurstaðan er afdráttarlaus og leiðtogar heimsins verða að bregðast tafarlaust við, voru skilaboð Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna (SÞ), í ræðu eftir að Vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar hafði kynnt niðurstöður sínar í Stokkhólmi í gær. Ki-moon boðar neyðarfund á næsta ári á vegum SÞ. Vísindanefndin telur hafið yfir allan vafa að athafnir manna hafi orsakað hlýnun andrúmsloftsins, og allt tal um annað eigi heima í sögubókum. Í skýrslunni segir, og fjölmargir lýsa sem miklu áhyggjuefni, að þrátt fyrir viðleitni til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá muni hlýnun jarðar samt verða allt of mikil. Svo mikil að farið verði yfir þann þröskuld sem almennt er talið að muni ryðja af stað meiri háttar veðurbreytingum. Hörmungar verða því fylgjandi, enda hækkar sjávarborð verulega, hitabylgjur verða tíðari, þurr svæði fá enn minna vatn en nú er. Vatn verður hins vegar enn meira vandamál þar sem regn er mikið fyrir. Hröð súrnun hafsins vegna síaukinnar losunar koltvísýrings er enn annað áhyggjuefni.Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.Hækkun hitastigs jarðar hefur ekki aukist jafn hratt síðustu 10-15 ár og vísindamenn gerðu ráð fyrir, en nefndin segir það í engu draga úr alvarleika málsins. Þvert á móti er sagt að heimshöfin hafi dregið í sig mikið af þeirri orku sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið og sú hlýnun mun valda frekari hlýnun síðar. Í yfirlýsingu segir John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að þeir sem afneiti niðurstöðunum, eða kjósi afsakanir frekar en aðgerðir, séu að leika sér að eldinum. Hann boðar í yfirlýsingunni vilja bandarískra stjórnvalda til að leiða baráttuna við vandann, og segir ljóst hverjar afleiðingarnar verði ef ekkert verður gert: Lífsskilyrði tugmilljóna manna séu í hættu.John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Mynd/AFP Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er staddur í Stokkhólmi. Hann skrifar frá fundinum að í ljósi skýrslunnar beri ríkisstjórn Íslands „umsvifalaust að aflýsa öllum áformum um borun eftir olíu norðan við Ísland. Annað væri fullkomið ábyrgðarleysi.“ Árni bætir því við að það sé eindregin krafa evrópskra umhverfisverndarsamtaka að ríki aðildarríki ESB dragi úr losun um fjörutíu prósent fyrir árið 2020, og að sett verði skýr markmið fyrir nýtingu endurnýjanlegrar orku, orkusparnað og samdrátt í losun fyrir árið 2030. Loftslagsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Niðurstaðan er afdráttarlaus og leiðtogar heimsins verða að bregðast tafarlaust við, voru skilaboð Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna (SÞ), í ræðu eftir að Vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar hafði kynnt niðurstöður sínar í Stokkhólmi í gær. Ki-moon boðar neyðarfund á næsta ári á vegum SÞ. Vísindanefndin telur hafið yfir allan vafa að athafnir manna hafi orsakað hlýnun andrúmsloftsins, og allt tal um annað eigi heima í sögubókum. Í skýrslunni segir, og fjölmargir lýsa sem miklu áhyggjuefni, að þrátt fyrir viðleitni til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá muni hlýnun jarðar samt verða allt of mikil. Svo mikil að farið verði yfir þann þröskuld sem almennt er talið að muni ryðja af stað meiri háttar veðurbreytingum. Hörmungar verða því fylgjandi, enda hækkar sjávarborð verulega, hitabylgjur verða tíðari, þurr svæði fá enn minna vatn en nú er. Vatn verður hins vegar enn meira vandamál þar sem regn er mikið fyrir. Hröð súrnun hafsins vegna síaukinnar losunar koltvísýrings er enn annað áhyggjuefni.Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.Hækkun hitastigs jarðar hefur ekki aukist jafn hratt síðustu 10-15 ár og vísindamenn gerðu ráð fyrir, en nefndin segir það í engu draga úr alvarleika málsins. Þvert á móti er sagt að heimshöfin hafi dregið í sig mikið af þeirri orku sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið og sú hlýnun mun valda frekari hlýnun síðar. Í yfirlýsingu segir John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að þeir sem afneiti niðurstöðunum, eða kjósi afsakanir frekar en aðgerðir, séu að leika sér að eldinum. Hann boðar í yfirlýsingunni vilja bandarískra stjórnvalda til að leiða baráttuna við vandann, og segir ljóst hverjar afleiðingarnar verði ef ekkert verður gert: Lífsskilyrði tugmilljóna manna séu í hættu.John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Mynd/AFP Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er staddur í Stokkhólmi. Hann skrifar frá fundinum að í ljósi skýrslunnar beri ríkisstjórn Íslands „umsvifalaust að aflýsa öllum áformum um borun eftir olíu norðan við Ísland. Annað væri fullkomið ábyrgðarleysi.“ Árni bætir því við að það sé eindregin krafa evrópskra umhverfisverndarsamtaka að ríki aðildarríki ESB dragi úr losun um fjörutíu prósent fyrir árið 2020, og að sett verði skýr markmið fyrir nýtingu endurnýjanlegrar orku, orkusparnað og samdrátt í losun fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira