Tónlist

Gítarhetjan Trinsi í þriðja sæti

Freyr Bjarnason skrifar
Brasilíski gítarleikarinn Thiago Trinsi, sem starfar hér á landi sem tónlistarkennari, lenti í þriðja sæti í alþjóðlegri franskri gítarkeppni sem fór fram á netinu.

Alls tóku 978 gítarleikarar þátt í undankeppninni. Trinsi sendi inn lagið Terra og spilaði Mike Lepond úr bandarísku sveitinni Symphony X á bassa.

Trinsi hefur áður náð langt í gítarkeppnum, auk þess sem hann átti lag á plötunni Guitar Wizards. Á meðal annarra sem áttu þar lag voru Gilby Clarke, sem spilaði með Guns N‘Roses, og Bernie Marsden, sem spilaði með Whitesnake.

Trinsi hefur verið boðið að taka upp lag með lagahöfundinum og upptökustjóranum Rick Hale, sem var eitt sinn tilnefndur til Grammy-verðlaunanna. Garry King, sem hefur trommað með Jeff Beck og Paul McCartney, spilar einnig í laginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×