Tónlist

Sin Fang í Búrabyggð

Sara McMahon skrifar
Sindri Már Sigfússon er forsprakki Sin Fang
Sindri Már Sigfússon er forsprakki Sin Fang Fréttablaðið/Arnþór Birkisson
Safnskífan Dream a Dream var gefin út fyrir stuttu í tilefni þrjátíu ára afmælis barnaþáttanna um Búrana í Búrabyggð sem framleiddir voru af Jim Henson, skapara Prúðuleikaranna.

Tónlistarfólk úr ýmsum áttum var fengið til þess að endurgera lög sem flutt voru í þáttunum á sínum tíma og þeirra á meðal er íslenska sveitin Sin Fang.

Hljómsveitin endurgerði lagið Lose Your Heart and it‘s Found sem var flutt í þriðju þáttaröð Búrabyggðar. Forsprakki sveitarinnar er tónlistarmaðurinn Sindri Már Sigfússon, einnig þekktur sem Seabear.



Hér má hlýða á upphafsstef sjónvarpsþáttanna um Búrana í Búrabyggð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×