Tónlist

Bowie tilnefndur til Mercury-verðlaunanna

Reynsluboltinn var tilnefndur fyrir sína fyrstu plötu í tíu ár.
Reynsluboltinn var tilnefndur fyrir sína fyrstu plötu í tíu ár. nordicphotos/Getty
David Bowie og hljómsveitin Arctic Monkeys eru á meðal þeirra sem hafa fengið tilnefningar til bresku Mercury-tónlistarverðlaunanna.

Reynsluboltinn Bowie er tilnefndur fyrir plötuna The Next Day, sem er hans fyrsta í tíu ár, en Arctic Monkeys er tilnefnd fyrir AM sem er nýkomin út.

Aðrir sem voru tilnefndir voru James Blake, Disclosure, Laura Marling, Foals, Rudimental, Laura Mvula, Savagers og Villagers.

Arctic Monkeys, Marling, Bowie, Foals, Villagers og James Blake hafa öll verið tilnefnd

áður til hinna virtu Mercury-verðlauna og hlaut Arctic Monkeys þau árið 2006.

Á meðal annarra sem hafa hlotið verðlaunin eru P.J. Harvey, The xx og Badly Drawn Boy. Hljómsveitin Alt-J bar sigur úr býtum í fyrra með plötuna An Awesome Wave. Mercury-verðlaunin verða afhent í London 30. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×