Mamma þín dó í nótt Oddrún Lára Friðgeirsdóttir skrifar 10. september 2013 06:00 „Mamma þín dó í nótt“. Þetta voru orðin sem ég vaknaði við þann 14. maí 2006. Þá var ég 14 ára. Eitthvað sem ég hafði lengi búist við en gat engan veginn búið mig undir var orðið að veruleika. Alltaf býst maður við þessu á morgun, ekki í dag. Hún mamma var falleg og góð, rosalega fyndin og umhyggjusöm. Hún var einstæð móðir með mig og stóru systur mínar tvær. Hún kenndi mér svo margt og elskaði mig mikið. Á hverju einasta kvöldi kyssti ég hana og sagðist elska hana og hún mig, og ef ég bað um sopa af Diet Grape-inu hennar sagði hún ekki bara já. Hún sagði; já, af því að það ert þú. Mér fannst samt alltaf Grape vont, bara sport að fá sopa. Hún kenndi mér fordómaleysi og að bera virðingu fyrir mönnum og dýrum. Ef ég tjáði henni skoðun mína á einhverju þá spurði hún mig alltaf; af hverju? Hún var ekki að efa mig, heldur vildi hún að ég myndi íhuga mál mitt og koma með rök fyrir skoðun minni þó svo að hún væri ekki sú sama og hennar. En mamma mín var geðveik. Hún þjáðist af borderline personality disorder, auk þunglyndis og kvíða. Hún lærði húsgagnasmíði þegar ég var yngri og starfaði sem smiður. En þegar ég var u.þ.b. 9-10 ára fóru veikindin að segja sífellt meira til sín þar til hún hætti að vinna og varð öryrki. Á síðustu árunum var hún inn og út af geðdeild og í iðjuþjálfun. Nokkrum sinnum hafði hún reynt sjálfsvíg. Aðfaranótt mæðradagsins 2006 náði sjúkdómurinn loksins yfirhöndinni og hún endaði sitt líf.Hetjuleg barátta Ég hef oft verið spurð hvort ég sé reið út í mömmu. Reið af því að hún ákvað að fara frá okkur. Og heyri oft að sjálfsvíg sé sjálfselska. Alltaf verð ég jafnhissa að heyra þetta. Þessa nótt tók hún ekki þá sjálfselsku, meðvituðu ákvörðun um að yfirgefa börnin sín. Hennar veikindi, vanlíðan, hennar sjúkdómur varð þess valdandi að hún dó. Hennar mein sást ekki utan á henni og því á sumt fólk enn erfitt með að skilja hvernig það getur dregið manneskju til dauða. Eftir að hafa alist upp með geðveiki í kringum mig og horft upp á þessi veikindi og þessa rosalegu vanlíðan get ég ekki með nokkru móti séð hvernig manneskja getur talist sjálfselsk. Mamma barðist á hverjum einasta degi, virkilega barðist, við erfið veikindi og var augljóslega ekki að sýna vanmátt eða eigingirni á neinn hátt, heldur hetjulega baráttu. Oft eru geðræn veikindi í umræðunni og þessi umræða hefur verið örlítið opnari undanfarin ár. Núna 10. september er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og því fannst mér rétt að skrifa þessa grein. Árið sem mamma dó, 2006, voru þau 32 sem féllu fyrir eigin hendi, 22 karlar og 10 konur. Tíðnin hér á landi sveiflast frá 33-37 á hverju ári, 2-3 í hverjum mánuði. Mér finnst samt enn langt í land með að talað sé jafn opinskátt um geðræn veikindi og um önnur, sérstaklega miðað við þann fjölda sem berst við þessi veikindi og enn fleiri aðstandendur eins og ég sem þurfa að kljást við sorgina yfir að missa einhvern sem deyr úr þessum veikindum. Enn er þetta skömmustumál hjá mörgum. Ég vona að það breytist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
„Mamma þín dó í nótt“. Þetta voru orðin sem ég vaknaði við þann 14. maí 2006. Þá var ég 14 ára. Eitthvað sem ég hafði lengi búist við en gat engan veginn búið mig undir var orðið að veruleika. Alltaf býst maður við þessu á morgun, ekki í dag. Hún mamma var falleg og góð, rosalega fyndin og umhyggjusöm. Hún var einstæð móðir með mig og stóru systur mínar tvær. Hún kenndi mér svo margt og elskaði mig mikið. Á hverju einasta kvöldi kyssti ég hana og sagðist elska hana og hún mig, og ef ég bað um sopa af Diet Grape-inu hennar sagði hún ekki bara já. Hún sagði; já, af því að það ert þú. Mér fannst samt alltaf Grape vont, bara sport að fá sopa. Hún kenndi mér fordómaleysi og að bera virðingu fyrir mönnum og dýrum. Ef ég tjáði henni skoðun mína á einhverju þá spurði hún mig alltaf; af hverju? Hún var ekki að efa mig, heldur vildi hún að ég myndi íhuga mál mitt og koma með rök fyrir skoðun minni þó svo að hún væri ekki sú sama og hennar. En mamma mín var geðveik. Hún þjáðist af borderline personality disorder, auk þunglyndis og kvíða. Hún lærði húsgagnasmíði þegar ég var yngri og starfaði sem smiður. En þegar ég var u.þ.b. 9-10 ára fóru veikindin að segja sífellt meira til sín þar til hún hætti að vinna og varð öryrki. Á síðustu árunum var hún inn og út af geðdeild og í iðjuþjálfun. Nokkrum sinnum hafði hún reynt sjálfsvíg. Aðfaranótt mæðradagsins 2006 náði sjúkdómurinn loksins yfirhöndinni og hún endaði sitt líf.Hetjuleg barátta Ég hef oft verið spurð hvort ég sé reið út í mömmu. Reið af því að hún ákvað að fara frá okkur. Og heyri oft að sjálfsvíg sé sjálfselska. Alltaf verð ég jafnhissa að heyra þetta. Þessa nótt tók hún ekki þá sjálfselsku, meðvituðu ákvörðun um að yfirgefa börnin sín. Hennar veikindi, vanlíðan, hennar sjúkdómur varð þess valdandi að hún dó. Hennar mein sást ekki utan á henni og því á sumt fólk enn erfitt með að skilja hvernig það getur dregið manneskju til dauða. Eftir að hafa alist upp með geðveiki í kringum mig og horft upp á þessi veikindi og þessa rosalegu vanlíðan get ég ekki með nokkru móti séð hvernig manneskja getur talist sjálfselsk. Mamma barðist á hverjum einasta degi, virkilega barðist, við erfið veikindi og var augljóslega ekki að sýna vanmátt eða eigingirni á neinn hátt, heldur hetjulega baráttu. Oft eru geðræn veikindi í umræðunni og þessi umræða hefur verið örlítið opnari undanfarin ár. Núna 10. september er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og því fannst mér rétt að skrifa þessa grein. Árið sem mamma dó, 2006, voru þau 32 sem féllu fyrir eigin hendi, 22 karlar og 10 konur. Tíðnin hér á landi sveiflast frá 33-37 á hverju ári, 2-3 í hverjum mánuði. Mér finnst samt enn langt í land með að talað sé jafn opinskátt um geðræn veikindi og um önnur, sérstaklega miðað við þann fjölda sem berst við þessi veikindi og enn fleiri aðstandendur eins og ég sem þurfa að kljást við sorgina yfir að missa einhvern sem deyr úr þessum veikindum. Enn er þetta skömmustumál hjá mörgum. Ég vona að það breytist.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun