Einkunnagjöf íslensku strákanna í leiknum á móti Sviss í Bern í gærkvöldi Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar 7. september 2013 08:45 Hér fagna íslensku strákarnir jöfnunarmarkinu í gær. Mynd / Valli Íslenska landsliðið í knattspyrnu náði ótrúlegu jafntefli í Bern í gær eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Strákarnir sýndu mikinn karakter og skoruðu þrjú mörk á síðustu 34 mínútum leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson var besti maður í íslenska liðsins en ekki sá eini til að fá 9 í einkunn. Hér fyrir neðan má sjá mat Fréttablaðsins á frammistöðu strákanna í leiknum. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fékk á sig fjögur mörk og hefði líklega átt að gera betur í þriðja markinu. Bauð ekki upp á neitt aukalega og hefur átt betri leiki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 3 Átti erfitt uppdráttar og gaf Sviss fjórða markið sitt með ótrúlegum klaufaskap. Gerði lítið í sókninni.Kári Árnason, miðvörður 6 Barðist eins og grenjandi ljón og kom oft til bjargar en tefldi stundum á tæpasta vað.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Varðist oft vel og skynsamlega og gaf aldrei tommu eftir í erfiðri baráttu við spræka sóknarmenn Sviss.Ari Freyr Skúlason, Vinstri bakvörður 3 Var mjög slakur. Missti menn framhjá sér og lenti illa í því er Sviss jafnaði leikinn. Barðist en átti lítið erindi í þessa baráttu.Jóhann Berg Guðmundsson, Hægri kantur 9 Skoraði eina flottustu þrennu lengi og þaggaði niður í mörgum gagnrýnisröddum. Þær áttu þó algjörlega rétt á sér. Virðist vera í mikilli framför, sem eru gleðitíðindi.Aron Einar Gunnarsson, Miðjumaður 5 Ekki besti leikur fyrirliðans. Missti menn á bak við sig og var í vandræðum með að fóta sig á löngum köflum.Helgi Valur Daníelsson, Miðjumaður 2 Átti ákaflega daprar 45 mínútur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Gerði afar fátt jákvætt og var stór leki á miðjunni. Hann hreinlega hlýtur að hafa spilað sig úr landsliðinu í þessum leik.Birkir Bjarnason, Vinstri kantur 8 Var magnaður frá upphafi til enda. Leiddi með góðu fordæmi allan leikinn, lamdi á heimamönnum, labbaði yfir þá og spilaði vel. Stórkostlegur leikmaður og til fyrirmyndar að öllu leyti.Gylfi Þór Sigurðsson, framl. miðjumaður 9 Brjáluð vinnsla og gæði í öllum hans leik. Tvær stórkostlegar stoðsendingar, var alltaf að pressa og búa eitthvað til.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Vann nánast hvert einasta skallaeinvígi í leiknum og skoraði frábært mark. Lét varnarmenn Sviss aldrei í friði og var ógnandi út allan leikinn. Mikil vinnsla, dugnaður, kraftur og gæði.Eiður Smári Guðjohnsen 7 (kom inn fyrir Helga Val á 46. mín) Átti enn og aftur flotta innkomu. Barðist vel og kom með mikið líf. Hefði mátt byrja leikinn og hlýtur að gera það á þriðjudag. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu náði ótrúlegu jafntefli í Bern í gær eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Strákarnir sýndu mikinn karakter og skoruðu þrjú mörk á síðustu 34 mínútum leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson var besti maður í íslenska liðsins en ekki sá eini til að fá 9 í einkunn. Hér fyrir neðan má sjá mat Fréttablaðsins á frammistöðu strákanna í leiknum. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 4 Fékk á sig fjögur mörk og hefði líklega átt að gera betur í þriðja markinu. Bauð ekki upp á neitt aukalega og hefur átt betri leiki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 3 Átti erfitt uppdráttar og gaf Sviss fjórða markið sitt með ótrúlegum klaufaskap. Gerði lítið í sókninni.Kári Árnason, miðvörður 6 Barðist eins og grenjandi ljón og kom oft til bjargar en tefldi stundum á tæpasta vað.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Varðist oft vel og skynsamlega og gaf aldrei tommu eftir í erfiðri baráttu við spræka sóknarmenn Sviss.Ari Freyr Skúlason, Vinstri bakvörður 3 Var mjög slakur. Missti menn framhjá sér og lenti illa í því er Sviss jafnaði leikinn. Barðist en átti lítið erindi í þessa baráttu.Jóhann Berg Guðmundsson, Hægri kantur 9 Skoraði eina flottustu þrennu lengi og þaggaði niður í mörgum gagnrýnisröddum. Þær áttu þó algjörlega rétt á sér. Virðist vera í mikilli framför, sem eru gleðitíðindi.Aron Einar Gunnarsson, Miðjumaður 5 Ekki besti leikur fyrirliðans. Missti menn á bak við sig og var í vandræðum með að fóta sig á löngum köflum.Helgi Valur Daníelsson, Miðjumaður 2 Átti ákaflega daprar 45 mínútur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Gerði afar fátt jákvætt og var stór leki á miðjunni. Hann hreinlega hlýtur að hafa spilað sig úr landsliðinu í þessum leik.Birkir Bjarnason, Vinstri kantur 8 Var magnaður frá upphafi til enda. Leiddi með góðu fordæmi allan leikinn, lamdi á heimamönnum, labbaði yfir þá og spilaði vel. Stórkostlegur leikmaður og til fyrirmyndar að öllu leyti.Gylfi Þór Sigurðsson, framl. miðjumaður 9 Brjáluð vinnsla og gæði í öllum hans leik. Tvær stórkostlegar stoðsendingar, var alltaf að pressa og búa eitthvað til.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Vann nánast hvert einasta skallaeinvígi í leiknum og skoraði frábært mark. Lét varnarmenn Sviss aldrei í friði og var ógnandi út allan leikinn. Mikil vinnsla, dugnaður, kraftur og gæði.Eiður Smári Guðjohnsen 7 (kom inn fyrir Helga Val á 46. mín) Átti enn og aftur flotta innkomu. Barðist vel og kom með mikið líf. Hefði mátt byrja leikinn og hlýtur að gera það á þriðjudag.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira