Í fyrra bauð hann fólki heim til sín á Laugarnestanga til að horfa á eigin mynd, Hrafninn flýgur, og var eftirspurnin eftir sæti í stofunni hans langt umfram framboð.
Hrafn hefur því ákveðið að bjóða gestum RIFF aftur til sín og í þetta sinn verður mynd hans Óðal feðranna frá árinu 1980 sýnd. Viðburðurinn fer fram 29. september og munu vafalítið færri komast að en vilja.
Hægt er að kaupa miða á viðburðinn á heimasíðu RIFF.
Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndinni en það er fengið af vefnum Kvikmyndir.is.