Skoðun

Gerum allt fyrir aumingja

Sighvatur Björgvinsson skrifar
Gerum allt fyrir aumingja! Við lækkuðum veiðigjöldin á útgerðina. Þessa vesalinga sem m.a. þurfa að standa undir hallarekstri Morgunblaðsins og gera upp í gjaldmiðli sem við hinir Íslendingarnir fáum ekki að nota! Við lækkuðum gjöldin á ferðaþjónustuna, sem lifir á slíkri horrim að ekki er unnt að starfrækja hana nema með viðamikilli svartri atvinnustarfsemi!

Við framlengdum ekki auðlegðarskattinn, af því að ég undirritaður, Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð höfum ekki efni á að borga. Við ætlum að lækka skatta á vaxta- og húsaleigutekjum af því að við töpum svo mikið af ávöxtunum að okkur eru engir vegir færir. Við ætlum að skerða eftirlitið með fjármálastofnunum útrásarvíkinga af því að þeir töpuðu svo mikið á hruninu. Við ætlum að auka skattfríðindi þeirra sem fjárfesta í hlutabréfum því þeir hafa misst svo mikið. Öllum ætlum við að hjálpa. Öllum aumingjum!

Þannig verðum við aftur borgarstjórar. Forsætisráðherrar! Ástmegir þjóðarinnar!




Skoðun

Skoðun

Er veganismi á undan­haldi?

Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar

Skoðun

Snið­ganga fyrir Palestínu

Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar

Sjá meira


×