Jakob Frímann notaði sumarfríið til að taka upp plötu og semja lag með Steed Lord Hanna Ólafsdóttir skrifar 29. ágúst 2013 09:00 Svala Björgvinsdóttir söngkona og Jakob Frímann Magnússon sömdu saman lag í Los Angeles í sumar fyrir sjónvarpsþáttinn Hljómskálann. Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og miðborgarstjóri, dvaldi nýlega í Los Angeles við upptökur á nýrri plötu. Platan var unnin undir stjórn upptökustjórans og gítarleikarans Pauls Brown, margverðlaunuðum tónlistarmanni, sem hefur meðal annars unnið með tónlistarmönnum á borð við George Benson, Patty Austin, Al Jarreau og Luther Vandross. Tónlistin mun vera í anda ýmissa fyrri platna Jakobs sem komið hafa út í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu, frumsaminn, fönkskotinn, instrúmental djass. Í ferðinni notaði hann einnig tækifærið og tók upp lag með hljómsveitinni Steed Lord fyrir Hljómskálann sem sýnt verður í þættinum í september. Jakob Frímann er ekki ókunnugur borg englanna en þar bjó hann og starfaði um árabil, meðal annars fyrir bandaríska útgáfufyrirtækið Warner Brothers. „Það var að áeggjan þeirra Hljómskálamanna að við Steed Lord tókum upp lag saman. Þeir vildu steypa þessum Los Angeles-staðsettu tónlistarmönnum saman. Afrakstur ferðarinnar verður lagður undir dóm hlustenda þegar þar að kemur,“ sagði Jakob, sem vildi ekki tjá sig um verkefnin að öðru leyti. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og miðborgarstjóri, dvaldi nýlega í Los Angeles við upptökur á nýrri plötu. Platan var unnin undir stjórn upptökustjórans og gítarleikarans Pauls Brown, margverðlaunuðum tónlistarmanni, sem hefur meðal annars unnið með tónlistarmönnum á borð við George Benson, Patty Austin, Al Jarreau og Luther Vandross. Tónlistin mun vera í anda ýmissa fyrri platna Jakobs sem komið hafa út í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu, frumsaminn, fönkskotinn, instrúmental djass. Í ferðinni notaði hann einnig tækifærið og tók upp lag með hljómsveitinni Steed Lord fyrir Hljómskálann sem sýnt verður í þættinum í september. Jakob Frímann er ekki ókunnugur borg englanna en þar bjó hann og starfaði um árabil, meðal annars fyrir bandaríska útgáfufyrirtækið Warner Brothers. „Það var að áeggjan þeirra Hljómskálamanna að við Steed Lord tókum upp lag saman. Þeir vildu steypa þessum Los Angeles-staðsettu tónlistarmönnum saman. Afrakstur ferðarinnar verður lagður undir dóm hlustenda þegar þar að kemur,“ sagði Jakob, sem vildi ekki tjá sig um verkefnin að öðru leyti.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira