Þríþrautarnámskeið haldið fyrir börn og unglinga í Kópavogi Starri Freyr Jónsson skrifar 27. ágúst 2013 10:00 Hjólreiðar eru hluti af þríþraut. Mynd/viðar þorsteinsson Fyrsta þríþrautarnámskeiðið sem haldið er hérlendis fyrir börn og unglinga fór fram í síðustu viku í Kópavogi. Eftir fjögurra daga þjálfun tóku þau þátt í þríþrautarmóti á sunnudag þar sem allir stóðu uppi sem sigurvegarar. Námskeiðið og mótið var á vegum Þríkó, Þríþrautarfélags Kópavogs, og var uppselt á námskeiðið. Viðar Þorsteinsson, stjórnarmaður í félaginu og hjólaþjálfari, var einn þeirra sem komu að skipulagi viðburðarins og segist hann vera ánægður með þátttökuna í ár. „Þetta var duglegur hópur átján krakka af báðum kynjum. Á námskeiðinu fórum við yfir greinarnar þrjár, hjólreiðar, sund og hlaup, og fengum nokkra þjálfara í lið með okkur, meðal annars Sigga Martinsson sem er búsettur í Englandi þar sem hann þjálfar krakka í þríþraut. Lítið þríþrautarmót fyrir þennan aldurshóp var svo haldið á sunnudaginn og tókst mjög vel. Veðrið var að vísu ekki gott, það rigndi mikið, en krakkarnir létu það ekki á sig fá og stóðu sig með prýði.“ Krakkarnir sem tóku þátt voru á aldrinum 9-15 ára og var kynjahlutfallið jafnt að sögn Viðars. Hann segir þríþraut vera mjög góðan valkost fyrir krakka sem finna sig ekki í hefðbundnum íþróttagreinum. „Íþrótt sem blandar saman sundi, hlaupum og hjólreiðum er auðvitað frábær hreyfing fyrir krakka og raunar fólk á öllum aldri. Það er sérstaklega mikilvægt að tileinka sér strax sundið í upphafi, enda erfiðara fyrir eldra fólk að rifja upp réttu sundtaktana, þá sérstaklega skriðsund.“ Þríkó stefnir að því að stofna sérstaka deild innan Breiðabliks þar sem meðal annars verður boðið upp á þríþrautarþjálfun fyrir börn og unglinga. „Það er vissulega draumurinn hjá okkur en til þess að það verði að veruleika þarf að vera til staðar fastur kjarni af krökkum sem æfa allt árið. Nokkrir þeirra eru mjög áhugasamir og við erum að skoða þessi mál betur.“ Heilsa Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
Fyrsta þríþrautarnámskeiðið sem haldið er hérlendis fyrir börn og unglinga fór fram í síðustu viku í Kópavogi. Eftir fjögurra daga þjálfun tóku þau þátt í þríþrautarmóti á sunnudag þar sem allir stóðu uppi sem sigurvegarar. Námskeiðið og mótið var á vegum Þríkó, Þríþrautarfélags Kópavogs, og var uppselt á námskeiðið. Viðar Þorsteinsson, stjórnarmaður í félaginu og hjólaþjálfari, var einn þeirra sem komu að skipulagi viðburðarins og segist hann vera ánægður með þátttökuna í ár. „Þetta var duglegur hópur átján krakka af báðum kynjum. Á námskeiðinu fórum við yfir greinarnar þrjár, hjólreiðar, sund og hlaup, og fengum nokkra þjálfara í lið með okkur, meðal annars Sigga Martinsson sem er búsettur í Englandi þar sem hann þjálfar krakka í þríþraut. Lítið þríþrautarmót fyrir þennan aldurshóp var svo haldið á sunnudaginn og tókst mjög vel. Veðrið var að vísu ekki gott, það rigndi mikið, en krakkarnir létu það ekki á sig fá og stóðu sig með prýði.“ Krakkarnir sem tóku þátt voru á aldrinum 9-15 ára og var kynjahlutfallið jafnt að sögn Viðars. Hann segir þríþraut vera mjög góðan valkost fyrir krakka sem finna sig ekki í hefðbundnum íþróttagreinum. „Íþrótt sem blandar saman sundi, hlaupum og hjólreiðum er auðvitað frábær hreyfing fyrir krakka og raunar fólk á öllum aldri. Það er sérstaklega mikilvægt að tileinka sér strax sundið í upphafi, enda erfiðara fyrir eldra fólk að rifja upp réttu sundtaktana, þá sérstaklega skriðsund.“ Þríkó stefnir að því að stofna sérstaka deild innan Breiðabliks þar sem meðal annars verður boðið upp á þríþrautarþjálfun fyrir börn og unglinga. „Það er vissulega draumurinn hjá okkur en til þess að það verði að veruleika þarf að vera til staðar fastur kjarni af krökkum sem æfa allt árið. Nokkrir þeirra eru mjög áhugasamir og við erum að skoða þessi mál betur.“
Heilsa Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira