Vingjarnlegir veitingastaðir Sigursteinn Másson og Rannveig Grétarsdóttir skrifar 26. ágúst 2013 08:45 Hátt í sextíu veitingastaðir á Íslandi hafa nú límmiða við innganginn þar sem á stendur: Whale Friendly – We don"t sell whale meat. Skilaboðunum er ætlað að vera upplýsandi fyrir mögulega gesti veitingastaðanna sem margir vilja heldur snæða þar sem hvalkjöt er ekki á boðstólum. IFAW-samtökin og Hvalaskoðunarsamtök Íslands standa sameiginlega að verkefninu. Talsmaður hrefnuveiðimanna hefur brugðist illa við og sagt þetta vera atvinnuróg. Víða um bæinn má sjá regnbogafánann í gluggum veitingastaða auk áletrunarinnar Gay Friendly. Það er yfirlýsing viðkomandi staða um að samkynhneigðir séu velkomnir. Ef Whale Friendly er atvinnurógur gagnvart hvalveiðum, hvaða atvinnurógur felst þá í merkingunni Gay Friendly? Gagnrýnin er fráleit. Staðreyndin er sú að með því að merkja sig vingjarnlega gagnvart hvölum eru viðkomandi veitingastaðir einfaldlega að veita viðskiptavinum sjálfsagðar upplýsingar. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað ályktað gegn hvalveiðum. Hrefnuveiðar, sem eru afar lítil atvinnugrein, hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og heildarhagsmuni Íslands. Hver og einn veitingastaður setur Whale Friendly-merkimiða við innganginn á eigin forsendum. Sumir eru andvígir hvalveiðum, aðrir vilja einfaldlega upplýsa viðskiptavini sína um að þessi afurð sé ekki á þeirra matseðlum. Það þarf kjark og sjálfstraust til að rísa upp gegn hinum viðteknu ranghugmyndum um ágæti hrefnuveiða við Ísland. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að veiðarnar eru misheppnaðar og eiga sér enga framtíð, enda lýstu hrefnuveiðimenn því sjálfir yfir við upphaf atvinnuveiðanna árið 2006 að þeim yrði sjálfhætt ef ekki fyndust erlendir markaðir. Þeir eru hvergi og ekkert sem bendir til að það breytist. Það væri því nær að menn horfðust í augu við raunveruleikann í stað þess að atast í veitingamönnum sem hafa kjark og vilja til að sýna samstöðu með ferðaþjónustunni í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Hátt í sextíu veitingastaðir á Íslandi hafa nú límmiða við innganginn þar sem á stendur: Whale Friendly – We don"t sell whale meat. Skilaboðunum er ætlað að vera upplýsandi fyrir mögulega gesti veitingastaðanna sem margir vilja heldur snæða þar sem hvalkjöt er ekki á boðstólum. IFAW-samtökin og Hvalaskoðunarsamtök Íslands standa sameiginlega að verkefninu. Talsmaður hrefnuveiðimanna hefur brugðist illa við og sagt þetta vera atvinnuróg. Víða um bæinn má sjá regnbogafánann í gluggum veitingastaða auk áletrunarinnar Gay Friendly. Það er yfirlýsing viðkomandi staða um að samkynhneigðir séu velkomnir. Ef Whale Friendly er atvinnurógur gagnvart hvalveiðum, hvaða atvinnurógur felst þá í merkingunni Gay Friendly? Gagnrýnin er fráleit. Staðreyndin er sú að með því að merkja sig vingjarnlega gagnvart hvölum eru viðkomandi veitingastaðir einfaldlega að veita viðskiptavinum sjálfsagðar upplýsingar. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað ályktað gegn hvalveiðum. Hrefnuveiðar, sem eru afar lítil atvinnugrein, hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustu og heildarhagsmuni Íslands. Hver og einn veitingastaður setur Whale Friendly-merkimiða við innganginn á eigin forsendum. Sumir eru andvígir hvalveiðum, aðrir vilja einfaldlega upplýsa viðskiptavini sína um að þessi afurð sé ekki á þeirra matseðlum. Það þarf kjark og sjálfstraust til að rísa upp gegn hinum viðteknu ranghugmyndum um ágæti hrefnuveiða við Ísland. Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að veiðarnar eru misheppnaðar og eiga sér enga framtíð, enda lýstu hrefnuveiðimenn því sjálfir yfir við upphaf atvinnuveiðanna árið 2006 að þeim yrði sjálfhætt ef ekki fyndust erlendir markaðir. Þeir eru hvergi og ekkert sem bendir til að það breytist. Það væri því nær að menn horfðust í augu við raunveruleikann í stað þess að atast í veitingamönnum sem hafa kjark og vilja til að sýna samstöðu með ferðaþjónustunni í landinu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar