Anda að sér ómenguðu kántríi Freyr Bjarnason skrifar 26. ágúst 2013 10:00 „Það verður gaman að koma þarna og anda að okkur ómenguðu kántríi,“ segir Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur. Hljómsveitin flýgur í dag til Nashville, höfuðborgar sveitatónlistarinnar. Þar dvelur hún í eina viku við upptökur á næstu plötu sinni sem er væntanleg fyrir jól. Spurður hvort um hreinræktaða kántríplötu sé að ræða segir Bragi það því miður óumflýjanlegt. „Við biðjumst velvirðingar á því fyrir fram en þetta verður þjóðmenningarlegt kántrí.“ Baggalúti til halds og trausts við upptökurnar verða hljóðversspilarar sem hafa áður unnið með sveitinni. „Þetta samstarf byrjaði þegar okkur vantaði sjúklega hratt banjó á fyrstu plötuna, Pabbi þarf að vinna. Hann Ilya Toshinsky, sem er íþróttamaður á banjó, kemur og verður með okkur. Við munum setja upp hattana og bóna sporana og það verður fírað upp í blágresinu.“ Aðspurður hvort eingöngu frumsamin lög verði á plötunni segir Bragi kankvís: „Það hefur verið stefnan hjá okkur. Við stelum bara á jólunum.“ Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það verður gaman að koma þarna og anda að okkur ómenguðu kántríi,“ segir Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur. Hljómsveitin flýgur í dag til Nashville, höfuðborgar sveitatónlistarinnar. Þar dvelur hún í eina viku við upptökur á næstu plötu sinni sem er væntanleg fyrir jól. Spurður hvort um hreinræktaða kántríplötu sé að ræða segir Bragi það því miður óumflýjanlegt. „Við biðjumst velvirðingar á því fyrir fram en þetta verður þjóðmenningarlegt kántrí.“ Baggalúti til halds og trausts við upptökurnar verða hljóðversspilarar sem hafa áður unnið með sveitinni. „Þetta samstarf byrjaði þegar okkur vantaði sjúklega hratt banjó á fyrstu plötuna, Pabbi þarf að vinna. Hann Ilya Toshinsky, sem er íþróttamaður á banjó, kemur og verður með okkur. Við munum setja upp hattana og bóna sporana og það verður fírað upp í blágresinu.“ Aðspurður hvort eingöngu frumsamin lög verði á plötunni segir Bragi kankvís: „Það hefur verið stefnan hjá okkur. Við stelum bara á jólunum.“
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira