Helgi Björns: Þetta er alveg frábært band Freyr Bjarnason skrifar 22. ágúst 2013 09:00 Helgi flytur þýska, fimmtán manna hljómsveit til Íslands í október. fréttablaðið/anton „Þetta er alveg frábært band,“ segir Helgi Björnsson. Hann hefur fengið þýsku hljómsveitina Capital Dance Orchestra til að spila með sér á tónleikunum „Helgi syngur Hauk“ í Eldborgarsal Hörpu 11. október. Hljómsveitin, sem er gamaldags swing-band, spilar undir á plötu með lögum Hauks Morthens sem Helgi tók upp í Berlín. Aðspurður segir Helgi ekki annað hafa komið til greina en að flytja þessa fimmtán manna sveit til Íslands, þrátt fyrir að það hafi kostað skildinginn. „Þetta er alveg mega-pakki en ég var búinn að bíta þetta í mig. Mig langaði að koma með þá heim og gera alvöru konsert.“ Helgi komst í kynni við Captial Dance Orchestra þegar hún spilaði á opnunarhátíð Admirals Palast-leikhússins í Berlín árið 2006. „Félagar mínir laumuðu því að þeim að ég tæki lagið með þeim, en ég vissi ekkert af því. Svo fór ég á æfingu með þeim og fyrst leist þeim ekkert á blikuna en þegar karlinn byrjaði að syngja urðu þeir yfir sig hrifnir. Ég tók þrjú til fjögur lög með þeim og þeir voru alveg í skýjunum og vildu gera plötu,“ segir Helgi. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem samstarfið varð að veruleika vegna Hauks Morthens-plötunnar. Miðasala á tónleikana í Hörpu hefst í dag. Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er alveg frábært band,“ segir Helgi Björnsson. Hann hefur fengið þýsku hljómsveitina Capital Dance Orchestra til að spila með sér á tónleikunum „Helgi syngur Hauk“ í Eldborgarsal Hörpu 11. október. Hljómsveitin, sem er gamaldags swing-band, spilar undir á plötu með lögum Hauks Morthens sem Helgi tók upp í Berlín. Aðspurður segir Helgi ekki annað hafa komið til greina en að flytja þessa fimmtán manna sveit til Íslands, þrátt fyrir að það hafi kostað skildinginn. „Þetta er alveg mega-pakki en ég var búinn að bíta þetta í mig. Mig langaði að koma með þá heim og gera alvöru konsert.“ Helgi komst í kynni við Captial Dance Orchestra þegar hún spilaði á opnunarhátíð Admirals Palast-leikhússins í Berlín árið 2006. „Félagar mínir laumuðu því að þeim að ég tæki lagið með þeim, en ég vissi ekkert af því. Svo fór ég á æfingu með þeim og fyrst leist þeim ekkert á blikuna en þegar karlinn byrjaði að syngja urðu þeir yfir sig hrifnir. Ég tók þrjú til fjögur lög með þeim og þeir voru alveg í skýjunum og vildu gera plötu,“ segir Helgi. Það var þó ekki fyrr en á þessu ári sem samstarfið varð að veruleika vegna Hauks Morthens-plötunnar. Miðasala á tónleikana í Hörpu hefst í dag.
Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira