Ljúkum aðildarviðræðum Margrét Kristmannsdóttir og Svana Helen Björnsdóttir skrifar 22. ágúst 2013 12:00 Það eru gömul sannindi og ný að hagur heimila og fyrirtækja er samtvinnaður. Það skiptir því miklu máli að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að þau standi undir þeim lífskjörum og kaupmætti sem almenningur væntir og telur eðlilegan og sanngjarnan. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að fyrirtækin geti blómstrað og staðið sig í alþjóðlegri samkeppni. Aðeins þannig geta fyrirtæki landsins boðið fólki vel launuð og eftirsóknarverð störf. Til að svo megi verða þarf að ríkja stöðugleiki, lágt vaxtastig og frelsi í fjármagnsflutningum. Við þurfum gjaldmiðil sem er gjaldgengur í alþjóðaviðskiptum og ekki má heldur gleyma að fyrirtækin þurfa vel menntað starfsfólk – og er þá fátt eitt talið. Íslenskt atvinnulíf hefur búið við lítið af þessu undanfarin ár. Öllu alvarlegra er þó að fátt er í spilunum sem styður það að íslenskum fyrirtækjum muni standa til boða það rekstrarumhverfi sem talið er sjálfsagt í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Hér þurfa íslensk stjórnvöld að girða sig í brók því ekki er nóg að segja í hátíðarræðum að koma þurfi hjólum atvinnulífsins af stað, að nauðsynlegt sé að auka fjárfestingu og verðmætasköpun þegar búið er þannig að atvinnulífinu að hvatann og arðsemina skortir. Fyrir okkur sem sinnum hagsmunagæslu fyrir íslensk fyrirtæki er fátt sárgrætilegra en að horfa á eftir öflugum fyrirtækjum úr landi. Fyrirtækjum sem hafa gefist upp á íslenskum aðstæðum, aðstæðum sem íslensk stjórnvöld lofa einatt að snúa til betri vegar en án efnda. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir margvíslegum vandamálum sem mörg eiga upptök sín í hruninu 2008 og samkvæmt mælingum fara lífskjör hér á landi versnandi. Sú staðreynd hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll. Margir telja að aðild að ESB sé lausn á mörgum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og aðildarviðræður séu liður í leit að lausn á margháttuðum efnahagsvanda þjóðarinnar. Þeir heittrúuðustu telja aðild lausn á flestum okkar vanda en aðrir sjá djöfla í hverju horni þegar minnst er á Evrópusambandið. Samkvæmt könnunum vill þó meirihluti þjóðarinnar leiða aðildarviðræður til lykta og fá að kjósa um aðildarsamning þegar þar að kemur. Ljóst er að íslensk stjórnvöld geta ekki að óbreyttu, ein og óstudd, aflétt gjaldeyrishöftum og varið hagkerfi okkar og gjaldmiðil. Viðræðurnar við ESB eru því mikilvægur liður í því að tryggja farsæla lausn þessa mikla vanda. Það er málskilningur flestra Íslendinga sem lesið hafa stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að það sé stefna hennar að spyrja þjóðina af því hvort að halda beri viðræðum við ESB áfram. Að minnsta kosti var það skýrt loforð Sjálfstæðisflokksins að íslenska þjóðina yrði spurð um framhald viðræðnanna á fyrri hluta þessa kjörtímabils. Það er mjög vanhugsuð aðgerð hjá ríkisstjórninni að slíta aðildarviðræðum við ESB – ekki síst á meðan hún hefur ekki komið fram með neinar útfærslur á því hvernig hún sjálf ætlar að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Hver verður peningastefnan – verður íslenska krónan framtíðargjaldmiðill okkar – í höftum að hluta eða til frambúðar? Hvernig náum við niður vaxtastiginu sem nauðsynlegt er til að örva fjárfestingu og skiptir skuldsett heimili ekki síður máli? Hvernig tryggjum við lægra vöru- og matvælaverð? Aðild ríkja að ESB snýr jú fyrst og fremst að því að tryggja sem best starfsskilyrði fyrirtækja og lífskjör almennings. Afar óábyrgt er af stjórnvöldum að útiloka fyrir fram einn fárra kosta sem vísa veginn út úr erfiðri stöðu íslensks atvinnulífs og heimila. Stjórnvöld verða að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga í þessu máli, ekki sérhagsmuni fárra. Ljúkum aðildarviðræðum og metum samninginn þegar hann liggur fyrir ásamt fullmótuðum lausnum sem ríkisstjórnin hefur þá vonandi lagt á borðið. Við erum einfaldlega ekki í þeirri aðstöðu að fækkun valkosta sé skynsamleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það eru gömul sannindi og ný að hagur heimila og fyrirtækja er samtvinnaður. Það skiptir því miklu máli að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að þau standi undir þeim lífskjörum og kaupmætti sem almenningur væntir og telur eðlilegan og sanngjarnan. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að fyrirtækin geti blómstrað og staðið sig í alþjóðlegri samkeppni. Aðeins þannig geta fyrirtæki landsins boðið fólki vel launuð og eftirsóknarverð störf. Til að svo megi verða þarf að ríkja stöðugleiki, lágt vaxtastig og frelsi í fjármagnsflutningum. Við þurfum gjaldmiðil sem er gjaldgengur í alþjóðaviðskiptum og ekki má heldur gleyma að fyrirtækin þurfa vel menntað starfsfólk – og er þá fátt eitt talið. Íslenskt atvinnulíf hefur búið við lítið af þessu undanfarin ár. Öllu alvarlegra er þó að fátt er í spilunum sem styður það að íslenskum fyrirtækjum muni standa til boða það rekstrarumhverfi sem talið er sjálfsagt í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Hér þurfa íslensk stjórnvöld að girða sig í brók því ekki er nóg að segja í hátíðarræðum að koma þurfi hjólum atvinnulífsins af stað, að nauðsynlegt sé að auka fjárfestingu og verðmætasköpun þegar búið er þannig að atvinnulífinu að hvatann og arðsemina skortir. Fyrir okkur sem sinnum hagsmunagæslu fyrir íslensk fyrirtæki er fátt sárgrætilegra en að horfa á eftir öflugum fyrirtækjum úr landi. Fyrirtækjum sem hafa gefist upp á íslenskum aðstæðum, aðstæðum sem íslensk stjórnvöld lofa einatt að snúa til betri vegar en án efnda. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir margvíslegum vandamálum sem mörg eiga upptök sín í hruninu 2008 og samkvæmt mælingum fara lífskjör hér á landi versnandi. Sú staðreynd hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll. Margir telja að aðild að ESB sé lausn á mörgum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og aðildarviðræður séu liður í leit að lausn á margháttuðum efnahagsvanda þjóðarinnar. Þeir heittrúuðustu telja aðild lausn á flestum okkar vanda en aðrir sjá djöfla í hverju horni þegar minnst er á Evrópusambandið. Samkvæmt könnunum vill þó meirihluti þjóðarinnar leiða aðildarviðræður til lykta og fá að kjósa um aðildarsamning þegar þar að kemur. Ljóst er að íslensk stjórnvöld geta ekki að óbreyttu, ein og óstudd, aflétt gjaldeyrishöftum og varið hagkerfi okkar og gjaldmiðil. Viðræðurnar við ESB eru því mikilvægur liður í því að tryggja farsæla lausn þessa mikla vanda. Það er málskilningur flestra Íslendinga sem lesið hafa stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að það sé stefna hennar að spyrja þjóðina af því hvort að halda beri viðræðum við ESB áfram. Að minnsta kosti var það skýrt loforð Sjálfstæðisflokksins að íslenska þjóðina yrði spurð um framhald viðræðnanna á fyrri hluta þessa kjörtímabils. Það er mjög vanhugsuð aðgerð hjá ríkisstjórninni að slíta aðildarviðræðum við ESB – ekki síst á meðan hún hefur ekki komið fram með neinar útfærslur á því hvernig hún sjálf ætlar að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Hver verður peningastefnan – verður íslenska krónan framtíðargjaldmiðill okkar – í höftum að hluta eða til frambúðar? Hvernig náum við niður vaxtastiginu sem nauðsynlegt er til að örva fjárfestingu og skiptir skuldsett heimili ekki síður máli? Hvernig tryggjum við lægra vöru- og matvælaverð? Aðild ríkja að ESB snýr jú fyrst og fremst að því að tryggja sem best starfsskilyrði fyrirtækja og lífskjör almennings. Afar óábyrgt er af stjórnvöldum að útiloka fyrir fram einn fárra kosta sem vísa veginn út úr erfiðri stöðu íslensks atvinnulífs og heimila. Stjórnvöld verða að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga í þessu máli, ekki sérhagsmuni fárra. Ljúkum aðildarviðræðum og metum samninginn þegar hann liggur fyrir ásamt fullmótuðum lausnum sem ríkisstjórnin hefur þá vonandi lagt á borðið. Við erum einfaldlega ekki í þeirri aðstöðu að fækkun valkosta sé skynsamleg.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun