Tónlistarmaðurinn John Grant verður sérstakur gestur á tónleikum hljómsveitarinnar Nýdönsk í Hörpu þann 21. september. Grant er mikill aðdáandi danssveitarinnar GusGus og þar með Daníels Ágústs söngvara.
Tónleikarnir í Hörpu bera yfirskriftina Fram á nótt og verða tileinkaðir vinsælustu lögum hljómsveitarinnar, sem fagnaði 25 ára starfsafmæli í fyrra.
Uppselt er orðið á fyrri tónleikana en enn er hægt að fá miða á þá seinni.
