Tímalaus hönnun alltaf í uppáhaldi Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2013 09:00 Kristín Edda hefur gaman af því að safna að sér fallegum hlutum. Mynd/Stefán Kristín Edda Frímannsdóttir býr hjá foreldrum sínum á Seltjarnarnesi. Hún hefur verið dugleg að safna sér fallegum hlutum fyrir búið í framtíðinni. „Ég pæli mikið í fallegum hlutum og skoða blöð og blogg um innanhúsarkitektúr. Ég hlakka til að flytja í mína eigin íbúð og breyta öllu eins og ég vil þótt það sé kannski langt í að það sé að fara að gerast, enda var ég að klára framhaldsskóla,“ segir Kristín sem útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík í vor. „Draumahúsið mitt verður auðvitað staðsett í miðbænum. Mér finnst gaman að blanda saman gömlu og nýju en mér finnst hús sem eru nýtískuleg að utan alltaf svo flott. Ég er mjög hrifin af Kartell því þar er mikið verið að leika með plast í klassískum stíl sem er líka tímalaus,“ útskýrir Kristín. „Það er einn hlutur á óskalistanum hjá mér núna en það er rauður Eames stóll sem að fæst í Epal,“ segir hún. Í herbergi Kristínar er að finna mikið af fallegum hlutum sem hún hefur safnað að sér. Þegar hún var beðin um að velja nokkra sem voru í uppáhaldi vafðist henni tunga um tönn. „Ætli ég verði ekki að segja hreindýrin sem eru handgerð af Suður-Afrískum konum. Hvert dýr er merkt þeirri konu sem saumaði það. Þegar dýrin eru seld fer peningurinn í að koma börnum kvennanna í skóla. Ég fékk tvö í útskriftargjöf, eitt frá tengdaforeldrum mínum og annað frá vinkonunum. Kartell lampinn er líka í miklu uppáhaldi en ég safnaði mér sjálf fyrir honum, enda tímalaus hönnun og ótrúlega flott birtan sem kemur frá honum. Þriðji hluturinn er Kubus kertastjakinn sem ég fékk í útskriftargjöf frá móðursystrum mínum. Hann er hannaður af Morgens Lassen og mér þykir mjög vænt um hann enda alltaf flottur þrátt fyrir að hann hafi verið hannaður árið 1962,“ útskýrir Kristín. Í sumar var Kristín Edda að vinna sem flokkstjóri í vinnuskólanum á Seltjarnarnesi. Í haust ætlar hún að vinna sér inn pening til þess að ferðast til London og Kína til að heimsækja vinkonur sínar. Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Kristín Edda Frímannsdóttir býr hjá foreldrum sínum á Seltjarnarnesi. Hún hefur verið dugleg að safna sér fallegum hlutum fyrir búið í framtíðinni. „Ég pæli mikið í fallegum hlutum og skoða blöð og blogg um innanhúsarkitektúr. Ég hlakka til að flytja í mína eigin íbúð og breyta öllu eins og ég vil þótt það sé kannski langt í að það sé að fara að gerast, enda var ég að klára framhaldsskóla,“ segir Kristín sem útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík í vor. „Draumahúsið mitt verður auðvitað staðsett í miðbænum. Mér finnst gaman að blanda saman gömlu og nýju en mér finnst hús sem eru nýtískuleg að utan alltaf svo flott. Ég er mjög hrifin af Kartell því þar er mikið verið að leika með plast í klassískum stíl sem er líka tímalaus,“ útskýrir Kristín. „Það er einn hlutur á óskalistanum hjá mér núna en það er rauður Eames stóll sem að fæst í Epal,“ segir hún. Í herbergi Kristínar er að finna mikið af fallegum hlutum sem hún hefur safnað að sér. Þegar hún var beðin um að velja nokkra sem voru í uppáhaldi vafðist henni tunga um tönn. „Ætli ég verði ekki að segja hreindýrin sem eru handgerð af Suður-Afrískum konum. Hvert dýr er merkt þeirri konu sem saumaði það. Þegar dýrin eru seld fer peningurinn í að koma börnum kvennanna í skóla. Ég fékk tvö í útskriftargjöf, eitt frá tengdaforeldrum mínum og annað frá vinkonunum. Kartell lampinn er líka í miklu uppáhaldi en ég safnaði mér sjálf fyrir honum, enda tímalaus hönnun og ótrúlega flott birtan sem kemur frá honum. Þriðji hluturinn er Kubus kertastjakinn sem ég fékk í útskriftargjöf frá móðursystrum mínum. Hann er hannaður af Morgens Lassen og mér þykir mjög vænt um hann enda alltaf flottur þrátt fyrir að hann hafi verið hannaður árið 1962,“ útskýrir Kristín. Í sumar var Kristín Edda að vinna sem flokkstjóri í vinnuskólanum á Seltjarnarnesi. Í haust ætlar hún að vinna sér inn pening til þess að ferðast til London og Kína til að heimsækja vinkonur sínar.
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira