
Tíska og hönnun
Nýr listrænn stjórnandi Jör

Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, stílisti, var nýverið ráðin listrænn stjórnandi fatamerkisins JÖR, sem notið hefur gríðarlegra vinsælda undanfarið. Meðal annars var Baltasar Kormákur klæddur í jakkaföt frá JÖR við frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar, 2 Guns, vestanhafs á dögunum.
Eigandi fatamerkisins JÖR er Guðmundur Jörundsson og kemur fyrsta dömulína JÖR út í haust.