Stílisti gerir góða hluti á tískuvikunni í Kaupmannahöfn Ása Ottesen skrifar 9. ágúst 2013 07:00 Ellen Loftsdóttir búninahönnuður og stílisti Mynd/Einkasafn „Ég er að sjá um útsetningu tískusýningar grænlenska fatahönnuðarins Bibi Chemnitz, sem sýnir í ráðhúsinu í kvöld. Chemnitz er fyrsti Grænlendingurinn til þess að taka þátt á tískuvikunni hér í Kaupmannahöfn og hún hefur fengið svakalega mikla athygli,“ segir Ellen Loftsdóttir stílisti, sem tekur þátt í tískuvikunni þessa stundina. Ellen er að vonum ánægð með verkefnið og er hún í óða önn að undirbúa sig fyrir kvöldið. Mikið umstang er í kringum sýninguna í ráðhúsinu og búist er við miklum fjölda fólks. Aðspurð segir Ellen að tískuvikan fari ört stækkandi og þá sérstaklega hvað varðar litlu merkin frá Skandinavíu. „Tískuvikan hefur upp á svo margt að bjóða og þá sérstaklega fyrir búðareigendur. Hér eru öll flottustu merkin frá Evrópu, til dæmis Asger Juel, Stine Goya og Henrik Vibskov,“ segir hún. Eftir tískuvikuna ætlar Ellen að taka sér langþráð sumarfrí en það bíða hennar mörg spennandi verkefni að því loknu. „Ég er að fara að gera nýtt tónlistarmyndband með Narvi Creative, sem er framleiðslufyrirtæki mitt og kærasta míns, Þorbjörns Ingasonar. Svo ætla ég að skella mér á tískuvikuna í London í september,“ segir hún að lokum. Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ég er að sjá um útsetningu tískusýningar grænlenska fatahönnuðarins Bibi Chemnitz, sem sýnir í ráðhúsinu í kvöld. Chemnitz er fyrsti Grænlendingurinn til þess að taka þátt á tískuvikunni hér í Kaupmannahöfn og hún hefur fengið svakalega mikla athygli,“ segir Ellen Loftsdóttir stílisti, sem tekur þátt í tískuvikunni þessa stundina. Ellen er að vonum ánægð með verkefnið og er hún í óða önn að undirbúa sig fyrir kvöldið. Mikið umstang er í kringum sýninguna í ráðhúsinu og búist er við miklum fjölda fólks. Aðspurð segir Ellen að tískuvikan fari ört stækkandi og þá sérstaklega hvað varðar litlu merkin frá Skandinavíu. „Tískuvikan hefur upp á svo margt að bjóða og þá sérstaklega fyrir búðareigendur. Hér eru öll flottustu merkin frá Evrópu, til dæmis Asger Juel, Stine Goya og Henrik Vibskov,“ segir hún. Eftir tískuvikuna ætlar Ellen að taka sér langþráð sumarfrí en það bíða hennar mörg spennandi verkefni að því loknu. „Ég er að fara að gera nýtt tónlistarmyndband með Narvi Creative, sem er framleiðslufyrirtæki mitt og kærasta míns, Þorbjörns Ingasonar. Svo ætla ég að skella mér á tískuvikuna í London í september,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira