Samrýmdar frænkur reka saman vefverslun Ásgerður Ottesen skrifar 8. ágúst 2013 08:00 Frænkurnar Elma Dögg og Inga Dóra reka netverslun ásamt Ástrósu sem vantar á myndina. Systurnar Elma Dögg og Ástrós Steingrímsdætur og frænka þeirra, Inga Dóra Guðmundsdóttir, ákváðu að opna netverslun þar sem Ástrós, sem hannar skartgripi, vantaði fastan stað til þess að selja hönnun sína.„Ástrós, sem var þá í Menntaskólanum við Hamrahlíð, var að hanna skartgripi sem hún seldi á mörkuðum hér og þar. Það gekk svo vel hjá henni að við ákváðum að það væri kannski sniðugt að opna netverslun,“ segir Inga Dóra, einn þriggja eigenda netverslunarinnar Dusted.is „Við vorum búnar að velta þessu fyrir okkur í smá tíma en þegar ég fór svo í fæðingarorlof fóru hlutirnir að rúlla. Þá hafði ég mikinn frítíma og tók að mér að setja upp netverslunina.“ Elma Dögg bjó á sínum tíma í Barcelona og var komin með góð sambönd við flotta hönnuði. Frænkurnar ákváðu því að sameina krafta sína og Dusted.is varð að veruleika. „Okkur finnst svo mikið til af ungum og efnilegum hönnuðum og það var því kjörið tækifæri að bjóða öðrum að kaupa það sem við elskum,“ segir Inga Dóra. Stöllurnar selja hönnunarflíkur frá íslenskum og erlendum hönnuðum í bland við notuð föt. Fötin eru mörg hver „unisex“, eða ætluð báðum kynjum, og hafa strákar verið spenntir fyrir vörunum. Aðspurð segir Inga Dóra að fötin sé mörg hver dálítið öðruvísi, sem er spennandi viðbót í fataflóruna á Íslandi. „Við erum alltaf á höttunum eftir ungum og upprennandi hönnuðum til þess að selja vörur hjá okkur en þær verða að sjálfsögðu að passa við ímynd Dusted.is,“ segir Inga Dóra að lokum. Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Systurnar Elma Dögg og Ástrós Steingrímsdætur og frænka þeirra, Inga Dóra Guðmundsdóttir, ákváðu að opna netverslun þar sem Ástrós, sem hannar skartgripi, vantaði fastan stað til þess að selja hönnun sína.„Ástrós, sem var þá í Menntaskólanum við Hamrahlíð, var að hanna skartgripi sem hún seldi á mörkuðum hér og þar. Það gekk svo vel hjá henni að við ákváðum að það væri kannski sniðugt að opna netverslun,“ segir Inga Dóra, einn þriggja eigenda netverslunarinnar Dusted.is „Við vorum búnar að velta þessu fyrir okkur í smá tíma en þegar ég fór svo í fæðingarorlof fóru hlutirnir að rúlla. Þá hafði ég mikinn frítíma og tók að mér að setja upp netverslunina.“ Elma Dögg bjó á sínum tíma í Barcelona og var komin með góð sambönd við flotta hönnuði. Frænkurnar ákváðu því að sameina krafta sína og Dusted.is varð að veruleika. „Okkur finnst svo mikið til af ungum og efnilegum hönnuðum og það var því kjörið tækifæri að bjóða öðrum að kaupa það sem við elskum,“ segir Inga Dóra. Stöllurnar selja hönnunarflíkur frá íslenskum og erlendum hönnuðum í bland við notuð föt. Fötin eru mörg hver „unisex“, eða ætluð báðum kynjum, og hafa strákar verið spenntir fyrir vörunum. Aðspurð segir Inga Dóra að fötin sé mörg hver dálítið öðruvísi, sem er spennandi viðbót í fataflóruna á Íslandi. „Við erum alltaf á höttunum eftir ungum og upprennandi hönnuðum til þess að selja vörur hjá okkur en þær verða að sjálfsögðu að passa við ímynd Dusted.is,“ segir Inga Dóra að lokum.
Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira