Myndin er framhald Man Of Steel, þar sem Superman var í aðalhlutverki, en sú síðari er byggð á bók Franks Miller, The Dark Knight Returns. Talsmenn Warner Brothers hafa gefið til kynna að Brolin komi sterklega til greina eftir að hafa unnið með honum í myndunum Gangster Squad og Jonah Hex. Brolin þykir afar harður og algert kameljón sem gott er að vinna með. Fast á hæla Brolins koma sjarmatröllið Ryan Gosling og Joe Manganiello, sem lék í myndinni Magic Mike sem kom út árið 2012.

