Sigur Hinsegin daga í Reykjavík Mikael Torfason skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Við vorum ekki mörg sem mættum í Hinsegin göngu, Gay Pride, fyrir um 20 árum. Hommar og lesbíur hlupu þá niður Laugaveg með kröfuspjöld – þau vildu fá að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi en sú krafa átti ekki hljómgrunn á Laugavegi þá. Flestir gangandi vegfarendur snéru sér að búðargluggum og létu sem þeir sæju ekki bræður sína og systur. Íslensku samfélagi fannst flest annað mikilvægara en að verða við kröfum hinsegin fólks. Sem betur fer breyttist þetta fljótt og tæpum 10 árum síðar mættu 8 þúsund manns í Hinsegin göngu. 2002 náði fjöldinn 30 þúsund og á laugardag mun þátttakendum í gleðigöngu Hinsegin daga líða eins og allir landsmenn séu mættir. Það er samt ótrúlegt að hugsa til þess hvað það er stutt síðan nær enginn hafði áhuga á gleðigöngu samkynhneigðra. Einnig er með ólíkindum að hugsa til þess hversu langan tíma það tók okkur sem samfélag að virða grundvallarmannréttindi hinsegin fólks. Samkynhneigðir og gagnkynhneigðir Íslendingar sátu ekki við sama borð hvað varðar samræðisaldur fyrr en árið 1992. Fram að því hafði fólki verið mismunað vegna kynhneigðar og það þótt ekkert tiltökumál. Lög um staðfesta samvist voru ekki samþykkt fyrr en 1996 og samkynhneigð pör máttu ekki ættleiða fram til ársins 2006. Já, kæri lesandi, árið 2006! Reyndar höfðu þeim verið leyfðar stjúpættlæðingar árið 2000 en prestar og forstöðufólk trúfélaga máttu ekki gifta homma og lesbíur fyrr en árið 2010. Það er fyrir þremur árum. Í raun er óskiljanlegt að saga umburðarlyndis og sjálfsagðra mannréttinda handa samkynhneigðum sé jafn ung og raun ber vitni. Þau börn sem alast upp í dag munu eiga erfitt með að trúa því hvernig við komum fram við samkynhneigða. Í dag er það nefnilega þannig að hvert einasta leikskólabarn á Íslandi veit að sumt fólk er hinsegin og að það er sjálfsagt að hjón séu af sama kyni. Þegar þetta unga fólk verður fullorðið nálgumst við fullnaðarsigur gegn fordómum. Stundum berast okkur fréttir úr sértrúarsöfnuðum hér á landi sem enn ala á fordómum gegn samkynhneigðum. Við megum aldrei þreytast á því að segja slíkar fréttir og fólk á að svara slíkri umræðu og reyna að uppræta fáfræðina og fordómana. Einnig er erfitt að heyra skelfileg tíðindi frá löndum eins og Rússlandi, en þar á fólk enn langt í land. Ástandið á Vesturlöndum er svolítið einstakt og meira að segja í Bandaríkjunum er óhætt að leyfa sér smá bjartsýni þessi misserin þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Hér á landi þurfum við helst að vara okkur á gleymskunni því það má ekki fenna yfir það hversu forpokuð og fávís við vorum á Íslandi fyrir svo skömmu síðan. Við megum vera stolt af hugarfarsbreytingu okkar og eigum að vera það. Það hefur náðst frábær árangur hér á litlu eyjunni okkar en við megum aldrei gleyma því hversu lengi hinsegin fólki var mismunað hér á landi. Aldrei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Við vorum ekki mörg sem mættum í Hinsegin göngu, Gay Pride, fyrir um 20 árum. Hommar og lesbíur hlupu þá niður Laugaveg með kröfuspjöld – þau vildu fá að njóta sömu réttinda og aðrir í íslensku samfélagi en sú krafa átti ekki hljómgrunn á Laugavegi þá. Flestir gangandi vegfarendur snéru sér að búðargluggum og létu sem þeir sæju ekki bræður sína og systur. Íslensku samfélagi fannst flest annað mikilvægara en að verða við kröfum hinsegin fólks. Sem betur fer breyttist þetta fljótt og tæpum 10 árum síðar mættu 8 þúsund manns í Hinsegin göngu. 2002 náði fjöldinn 30 þúsund og á laugardag mun þátttakendum í gleðigöngu Hinsegin daga líða eins og allir landsmenn séu mættir. Það er samt ótrúlegt að hugsa til þess hvað það er stutt síðan nær enginn hafði áhuga á gleðigöngu samkynhneigðra. Einnig er með ólíkindum að hugsa til þess hversu langan tíma það tók okkur sem samfélag að virða grundvallarmannréttindi hinsegin fólks. Samkynhneigðir og gagnkynhneigðir Íslendingar sátu ekki við sama borð hvað varðar samræðisaldur fyrr en árið 1992. Fram að því hafði fólki verið mismunað vegna kynhneigðar og það þótt ekkert tiltökumál. Lög um staðfesta samvist voru ekki samþykkt fyrr en 1996 og samkynhneigð pör máttu ekki ættleiða fram til ársins 2006. Já, kæri lesandi, árið 2006! Reyndar höfðu þeim verið leyfðar stjúpættlæðingar árið 2000 en prestar og forstöðufólk trúfélaga máttu ekki gifta homma og lesbíur fyrr en árið 2010. Það er fyrir þremur árum. Í raun er óskiljanlegt að saga umburðarlyndis og sjálfsagðra mannréttinda handa samkynhneigðum sé jafn ung og raun ber vitni. Þau börn sem alast upp í dag munu eiga erfitt með að trúa því hvernig við komum fram við samkynhneigða. Í dag er það nefnilega þannig að hvert einasta leikskólabarn á Íslandi veit að sumt fólk er hinsegin og að það er sjálfsagt að hjón séu af sama kyni. Þegar þetta unga fólk verður fullorðið nálgumst við fullnaðarsigur gegn fordómum. Stundum berast okkur fréttir úr sértrúarsöfnuðum hér á landi sem enn ala á fordómum gegn samkynhneigðum. Við megum aldrei þreytast á því að segja slíkar fréttir og fólk á að svara slíkri umræðu og reyna að uppræta fáfræðina og fordómana. Einnig er erfitt að heyra skelfileg tíðindi frá löndum eins og Rússlandi, en þar á fólk enn langt í land. Ástandið á Vesturlöndum er svolítið einstakt og meira að segja í Bandaríkjunum er óhætt að leyfa sér smá bjartsýni þessi misserin þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Hér á landi þurfum við helst að vara okkur á gleymskunni því það má ekki fenna yfir það hversu forpokuð og fávís við vorum á Íslandi fyrir svo skömmu síðan. Við megum vera stolt af hugarfarsbreytingu okkar og eigum að vera það. Það hefur náðst frábær árangur hér á litlu eyjunni okkar en við megum aldrei gleyma því hversu lengi hinsegin fólki var mismunað hér á landi. Aldrei.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun