Vegna viðtals um kampavínsklúbba Steinunn Gyðu- og Guðjónsson skrifar 25. júlí 2013 07:00 Þann 19. júlí sl. var birt á forsíðu Fréttablaðsins frétt undir fyrirsögninni „Bera mörg merki mansals“ þar sem m.a. er vitnað í orð mín. Því miður er viðtalið eins og það birtist ónákvæmt og beinar tilvitnanir í mig ekki réttar. Það sem mér og blaðakonu fór á milli er rakið hér. Þann 18. júlí sl. hringdi blaðakona Fréttablaðsins í mig til að kanna hvort ég hefði séð nýlega umfjöllun blaðsins um starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba í Reykjavík og spurði hvað ég hefði um þessa umfjöllun að segja út frá starfi mínu í Kristínarhúsi. Umfjöllunina hafði ég séð og svaraði því til að kampavínsklúbbarnir hefðu ekki komið til umræðu í Kristínarhúsi og ég vissi því ekkert meira um þá en það sem ég hafði lesið á vef Vísis. Innt eftir viðbrögðum við umfjölluninni sagði ég að fyrst og fremst þætti mér að blaðið ætti að hafa samband við lögreglu, sem eftirlitsaðila með starfseminni, og óska eftir viðbrögðum hennar. Vegna starfa minna þekki ég vel til þekktra einkenna mansals og vændis og ýmissa vísbendinga sem geta bent til þess að slíkt eigi sér stað. Ég sagði blaðakonu almennt frá einkennum vændis og mansals og benti á ákveðnar hliðstæður sem hægt var að sjá með lýsingu Fréttablaðsins á starfsemi hinna svonefndu kampavínsklúbba og þekktra vísbendinga um vændi og mansal. Fullyrti ekki um vændi eða mansal Þar ber fyrst að nefna að skv. umfjöllun blaðsins væri hægt að fara afsíðis með konu í tíu mínútur fyrir 20.000 krónur. Ég benti á að það væri vel þekkt gangverð fyrir vændi á Íslandi í dag. Þá hjó ég eftir því í umfjölluninni að starfskonur að minnsta kosti annars klúbbsins væru flestar erlendar og hefðu aðeins verið í mjög stuttan tíma á Íslandi. Ég benti á að það væru þekkt einkenni mansals að staða kvenna sem standa höllum fæti væri misnotuð og að konur sem seldar væru mansali væru oft á eilífu flakki milli landa. Í umfjöllun Fréttablaðsins hafði auk þess komið fram að konurnar virtust lúta stjórn einnar konu inni á staðnum og byggju allar á sama stað utan vinnu. Aftur benti ég á að þekkt vísbending um mansal er skertur yfirráðaréttur yfir eigin lífi, m.a. búsetu, auk þess sem konur geta stýrt mansali og gert út aðrar konur líkt og karlar. Í lok viðtals ítrekaði ég mikilvægi þess að kalla eftir viðbrögðum lögreglu. Ég fullyrti hins vegar ekki í viðtalinu að á umræddum stöðum væri stundað vændi og/eða mansal. Þau einkenni mansals og vændis sem ég tiltók eru öll vel þekkt og í samræmi við alþjóðlegar skilgreiningar og gátlista um mansal. Ég þekki ekki persónulega til starfsemi kampavínsklúbbanna og gat því ekki fullyrt um hvers kyns starfsemi fer þar fram. Því byggðust svör mín einvörðungu á því að bera saman þekktar vísbendingar um mansal við lýsingar blaðamanns á starfseminni án þess að draga ályktanir af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Þann 19. júlí sl. var birt á forsíðu Fréttablaðsins frétt undir fyrirsögninni „Bera mörg merki mansals“ þar sem m.a. er vitnað í orð mín. Því miður er viðtalið eins og það birtist ónákvæmt og beinar tilvitnanir í mig ekki réttar. Það sem mér og blaðakonu fór á milli er rakið hér. Þann 18. júlí sl. hringdi blaðakona Fréttablaðsins í mig til að kanna hvort ég hefði séð nýlega umfjöllun blaðsins um starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba í Reykjavík og spurði hvað ég hefði um þessa umfjöllun að segja út frá starfi mínu í Kristínarhúsi. Umfjöllunina hafði ég séð og svaraði því til að kampavínsklúbbarnir hefðu ekki komið til umræðu í Kristínarhúsi og ég vissi því ekkert meira um þá en það sem ég hafði lesið á vef Vísis. Innt eftir viðbrögðum við umfjölluninni sagði ég að fyrst og fremst þætti mér að blaðið ætti að hafa samband við lögreglu, sem eftirlitsaðila með starfseminni, og óska eftir viðbrögðum hennar. Vegna starfa minna þekki ég vel til þekktra einkenna mansals og vændis og ýmissa vísbendinga sem geta bent til þess að slíkt eigi sér stað. Ég sagði blaðakonu almennt frá einkennum vændis og mansals og benti á ákveðnar hliðstæður sem hægt var að sjá með lýsingu Fréttablaðsins á starfsemi hinna svonefndu kampavínsklúbba og þekktra vísbendinga um vændi og mansal. Fullyrti ekki um vændi eða mansal Þar ber fyrst að nefna að skv. umfjöllun blaðsins væri hægt að fara afsíðis með konu í tíu mínútur fyrir 20.000 krónur. Ég benti á að það væri vel þekkt gangverð fyrir vændi á Íslandi í dag. Þá hjó ég eftir því í umfjölluninni að starfskonur að minnsta kosti annars klúbbsins væru flestar erlendar og hefðu aðeins verið í mjög stuttan tíma á Íslandi. Ég benti á að það væru þekkt einkenni mansals að staða kvenna sem standa höllum fæti væri misnotuð og að konur sem seldar væru mansali væru oft á eilífu flakki milli landa. Í umfjöllun Fréttablaðsins hafði auk þess komið fram að konurnar virtust lúta stjórn einnar konu inni á staðnum og byggju allar á sama stað utan vinnu. Aftur benti ég á að þekkt vísbending um mansal er skertur yfirráðaréttur yfir eigin lífi, m.a. búsetu, auk þess sem konur geta stýrt mansali og gert út aðrar konur líkt og karlar. Í lok viðtals ítrekaði ég mikilvægi þess að kalla eftir viðbrögðum lögreglu. Ég fullyrti hins vegar ekki í viðtalinu að á umræddum stöðum væri stundað vændi og/eða mansal. Þau einkenni mansals og vændis sem ég tiltók eru öll vel þekkt og í samræmi við alþjóðlegar skilgreiningar og gátlista um mansal. Ég þekki ekki persónulega til starfsemi kampavínsklúbbanna og gat því ekki fullyrt um hvers kyns starfsemi fer þar fram. Því byggðust svör mín einvörðungu á því að bera saman þekktar vísbendingar um mansal við lýsingar blaðamanns á starfseminni án þess að draga ályktanir af því.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun