Gömlu góðu sleðarnir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júlí 2013 11:00 Henry Rollins, sem gerði garðinn frægan í gamla daga með hljómsveitum á borð við Black Flag og Rollins Band, kom fram á hverjum einasta degi. mynd/AFP Hlandlyktin er enn í nösunum á mér eftir nýafstaðna Hróarskelduhátíð, sem var mín fyrsta þrátt fyrir háan aldur. Ég hef sótt aðrar tónlistarhátíðir en einhverra hluta vegna aldrei þessa stærstu hátíð Norðurlandanna sem hundruð Íslendinga sækja árlega. Ég sveik að vísu föðurlandið og lét tónleika íslensku listamannanna mæta afgangi, en nýsjálenskir ferðafélagar mínir létu vel af þeim öllum. Að vanda lék mikill fjöldi skemmtikrafta listir sínar á hátíðinni og aldursbil þeirra var jafn breitt og áhorfenda. Hinir ungu og framsæknu voru margir hverjir heillandi en að mínu mati voru það gömlu sleðarnir sem áttu þessa hátíð og þrennt sem stóð upp úr. Gráhærði pönkarinn og leikarinn Henry Rollins kom alls fjórum sinnum fram. Hann bauð ekki upp á tónlist heldur magnaðar ferðasögur í bland við þrælfyndnar þrumuræður þar sem rasismi, hommafælni og karlremba fengu á baukinn. Það er erfitt að setja hinn 52 ára Rollins í kassa. Uppistandari er hann ekki, en samt er hann fyndnari en fjölmargir uppistandarar. Ég tímdi ekki öðru en að sjá hann í öll fjögur skiptin og sá ekki eftir því þar sem engin tvö voru eins.Hinn danski Lars Ulrich var á útopnu ásamt hljómsveit sinni Metallica á laugardagskvöldinu.mynd/afpHeimamaðurinn Lars Ulrich var síðan í góðu stuði á laugardagskvöldinu ásamt félögum sínum í Metallica, en liðsmenn sveitarinnar eru allir um fimmtugt. Væntingar mínar til þeirra voru undir meðallagi en sveitin reyndist vera í gríðarlega góðu spilaformi og hljómurinn var óaðfinnanlegur, að minnsta kosti þar sem ég stóð. Þessar þunnhærðu hetjur tóku öll sín bestu lög, skutu upp flugeldum og drituðu strandboltum yfir áhorfendaskarann sem allur söng með. Ég hafði gleymt því fyrir löngu hvers vegna Metallica er vinsælasta þungarokkshljómsveit allra tíma. Ég man það núna. En allt sem ég sá á hátíðinni bliknaði í samanburði við sjálft lokaatriðið, hina goðsagnakenndu Kraftwerk. Ralf Hütter, forsprakki sveitarinnar, er 66 ára en tónlistin er hins vegar algjörlega tímalaus. Glæsileg þrívíddartölvugrafíkin á bak við hljómsveitina lyfti tónleikunum upp í hæstu hæðir, og í tvær klukkustundir varð hlandblautt túnið fyrir framan stóra sviðið að besta nýlistasafni í heimi. Líklega er erfitt að finna starfandi hljómsveit sem hefur haft jafn mikil áhrif á poppsöguna og Kraftwerk. Það eru því forréttindi að fá að sjá hana spila og þeir sem eiga miða á tónleikana í Hörpu í vetur eiga von á virkilega góðu. Áður en þið farið svo að stríða mér á gamlingjablætinu vil ég taka það fram að hinn tæplega áttræði Kris Kristofferson var hundleiðinlegur.Áhorfendur fengu þrívíddargleraugu til að geta notið Kraftwerk á sunnudagskvöldinu.mynd/afp Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Brennisóley Lífið Fleiri fréttir Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hlandlyktin er enn í nösunum á mér eftir nýafstaðna Hróarskelduhátíð, sem var mín fyrsta þrátt fyrir háan aldur. Ég hef sótt aðrar tónlistarhátíðir en einhverra hluta vegna aldrei þessa stærstu hátíð Norðurlandanna sem hundruð Íslendinga sækja árlega. Ég sveik að vísu föðurlandið og lét tónleika íslensku listamannanna mæta afgangi, en nýsjálenskir ferðafélagar mínir létu vel af þeim öllum. Að vanda lék mikill fjöldi skemmtikrafta listir sínar á hátíðinni og aldursbil þeirra var jafn breitt og áhorfenda. Hinir ungu og framsæknu voru margir hverjir heillandi en að mínu mati voru það gömlu sleðarnir sem áttu þessa hátíð og þrennt sem stóð upp úr. Gráhærði pönkarinn og leikarinn Henry Rollins kom alls fjórum sinnum fram. Hann bauð ekki upp á tónlist heldur magnaðar ferðasögur í bland við þrælfyndnar þrumuræður þar sem rasismi, hommafælni og karlremba fengu á baukinn. Það er erfitt að setja hinn 52 ára Rollins í kassa. Uppistandari er hann ekki, en samt er hann fyndnari en fjölmargir uppistandarar. Ég tímdi ekki öðru en að sjá hann í öll fjögur skiptin og sá ekki eftir því þar sem engin tvö voru eins.Hinn danski Lars Ulrich var á útopnu ásamt hljómsveit sinni Metallica á laugardagskvöldinu.mynd/afpHeimamaðurinn Lars Ulrich var síðan í góðu stuði á laugardagskvöldinu ásamt félögum sínum í Metallica, en liðsmenn sveitarinnar eru allir um fimmtugt. Væntingar mínar til þeirra voru undir meðallagi en sveitin reyndist vera í gríðarlega góðu spilaformi og hljómurinn var óaðfinnanlegur, að minnsta kosti þar sem ég stóð. Þessar þunnhærðu hetjur tóku öll sín bestu lög, skutu upp flugeldum og drituðu strandboltum yfir áhorfendaskarann sem allur söng með. Ég hafði gleymt því fyrir löngu hvers vegna Metallica er vinsælasta þungarokkshljómsveit allra tíma. Ég man það núna. En allt sem ég sá á hátíðinni bliknaði í samanburði við sjálft lokaatriðið, hina goðsagnakenndu Kraftwerk. Ralf Hütter, forsprakki sveitarinnar, er 66 ára en tónlistin er hins vegar algjörlega tímalaus. Glæsileg þrívíddartölvugrafíkin á bak við hljómsveitina lyfti tónleikunum upp í hæstu hæðir, og í tvær klukkustundir varð hlandblautt túnið fyrir framan stóra sviðið að besta nýlistasafni í heimi. Líklega er erfitt að finna starfandi hljómsveit sem hefur haft jafn mikil áhrif á poppsöguna og Kraftwerk. Það eru því forréttindi að fá að sjá hana spila og þeir sem eiga miða á tónleikana í Hörpu í vetur eiga von á virkilega góðu. Áður en þið farið svo að stríða mér á gamlingjablætinu vil ég taka það fram að hinn tæplega áttræði Kris Kristofferson var hundleiðinlegur.Áhorfendur fengu þrívíddargleraugu til að geta notið Kraftwerk á sunnudagskvöldinu.mynd/afp
Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Brennisóley Lífið Fleiri fréttir Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira