Samstarfið með Friðriki Dór gekk vel Sara McMahon skrifar 4. júlí 2013 08:30 Friðrik Dór syngur lagið Glaðasti hundur í heimi sem er á nýjustu barnaplötu Gunnars Hjálmarssonar, Alheimurinn! Fréttablaðið/Valli „Samstarfið gekk mjög vel. Hann þurfti náttúrulega að leggja land undir fót og kom til Keflavíkur í stúdíóið, það er alltaf létt yfir mönnum þegar þeir eru komnir út á land,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Hjálmarsson um samstarf sitt og söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sá síðarnefndi syngur lagið Glaðasti hundur í heimi af barnaplötunni Alheimurinn! Platan er önnur barnaplata Gunnars, eða Dr. Gunna eins og hann er betur þekktur, en sú fyrri, Abbabbabb, kom út árið 1997. Á plötunni eru fjórtán lög sem Dr. Gunni samdi í samstarfi við tónlistarkonuna Ragnheiði Eiríksdóttur. Sex laganna eru sungin af gestasöngvurum en þegar Dr. Gunni er spurður nánar út í þá vill hann lítið láta uppi. „Það er enn þá leyndarmál. Ég get sagt þér að eitt lag er sungið af þremur stórstirnum sem aldrei hafa sungið saman áður, annað er sungið af manni sem er mjög vinsæll og enn annað er sungið af söngkonu í mjög vinsælli hljómsveit.“ Glaðasti hundur í heimi verður frumfluttur í útvarpi í dag en einnig má nálgast lagið á Spotify, Tónlist.is og Youtube. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Samstarfið gekk mjög vel. Hann þurfti náttúrulega að leggja land undir fót og kom til Keflavíkur í stúdíóið, það er alltaf létt yfir mönnum þegar þeir eru komnir út á land,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Hjálmarsson um samstarf sitt og söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sá síðarnefndi syngur lagið Glaðasti hundur í heimi af barnaplötunni Alheimurinn! Platan er önnur barnaplata Gunnars, eða Dr. Gunna eins og hann er betur þekktur, en sú fyrri, Abbabbabb, kom út árið 1997. Á plötunni eru fjórtán lög sem Dr. Gunni samdi í samstarfi við tónlistarkonuna Ragnheiði Eiríksdóttur. Sex laganna eru sungin af gestasöngvurum en þegar Dr. Gunni er spurður nánar út í þá vill hann lítið láta uppi. „Það er enn þá leyndarmál. Ég get sagt þér að eitt lag er sungið af þremur stórstirnum sem aldrei hafa sungið saman áður, annað er sungið af manni sem er mjög vinsæll og enn annað er sungið af söngkonu í mjög vinsælli hljómsveit.“ Glaðasti hundur í heimi verður frumfluttur í útvarpi í dag en einnig má nálgast lagið á Spotify, Tónlist.is og Youtube.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira