Íslenska kvikmyndin XL sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð Kristjana Arnarsdóttir skrifar 4. júlí 2013 08:00 María Birta Bjarnadóttir, Marteinn Þórsson leikstjóri og Ólafur Darri Ólafsson stilltu sér upp fyrir ljósmyndara hátíðarinnar á þriðjudaginn.Mynd/AFP „Við erum mjög glöð með viðtökurnar. Það var fullur salur á frumsýningunni, 1200 manns, sem var frábært,“ segir leikkonan María Birta Bjarnadóttir sem er stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi. Kvikmynd Marteins Þórssonar, XL, var valin í aðalkeppni hátíðarinnar en María Birta fer með aðalhlutverk í myndinni ásamt Ólafi Darra Ólafssyni. Kvikmyndin var sýnd á þriðjudagskvöld og segir María Birta að undirbúningurinn hafi ekki verið mikill. „Við þurftum að kíkja í smá fyrirpartí þar sem ég fór í viðtal og nokkrar myndatökur. Svo vorum við sótt, þar sem búið var að ákveða hver færi í hvaða bíl. Þaðan keyrðum við svo á rauða dregilinn.“ María Birta klæddist svörtum kjól á rauða dreglinum en skipti yfir í sumarlegan kjól frá Alexander McQueen fyrir viðtölin og myndatökurnar. Karlovy Vary-kvikmyndahátíðin er ein sú elsta í heimi og er ein af fjórtán kvikmyndahátíðum sem teljast til hátíða í A-flokki. Árið 2007 hlaut íslenska kvikmyndin Mýrin aðalverðlaun hátíðarinnar. Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Við erum mjög glöð með viðtökurnar. Það var fullur salur á frumsýningunni, 1200 manns, sem var frábært,“ segir leikkonan María Birta Bjarnadóttir sem er stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi. Kvikmynd Marteins Þórssonar, XL, var valin í aðalkeppni hátíðarinnar en María Birta fer með aðalhlutverk í myndinni ásamt Ólafi Darra Ólafssyni. Kvikmyndin var sýnd á þriðjudagskvöld og segir María Birta að undirbúningurinn hafi ekki verið mikill. „Við þurftum að kíkja í smá fyrirpartí þar sem ég fór í viðtal og nokkrar myndatökur. Svo vorum við sótt, þar sem búið var að ákveða hver færi í hvaða bíl. Þaðan keyrðum við svo á rauða dregilinn.“ María Birta klæddist svörtum kjól á rauða dreglinum en skipti yfir í sumarlegan kjól frá Alexander McQueen fyrir viðtölin og myndatökurnar. Karlovy Vary-kvikmyndahátíðin er ein sú elsta í heimi og er ein af fjórtán kvikmyndahátíðum sem teljast til hátíða í A-flokki. Árið 2007 hlaut íslenska kvikmyndin Mýrin aðalverðlaun hátíðarinnar.
Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira