Alvöru vestri og gömul klassík 4. júlí 2013 08:30 Kvikmyndin Lone Ranger var frumsýnd í gær en myndin skartar stórleikaranum Johnny Depp í aðalhlutverki. Depp leikur indíánann Tonto sem berst gegn spillingu og græðgi í villta vestrinu ásamt lögregluþjóninum fyrrverandi, John Reid eða „Lone Ranger“. Það er leikarinn Armie Hammer sem fer með hlutverk Lone Ranger en einhverjir gætu kannast við kauða úr Facebook-myndinni The Social Network, þar sem hann lék tvíburana Cameron og Tyler Winklevoss. Það er leikstjórinn Gore Verbinski sem leikstýrir myndinni en hann leikstýrði einnig þríleiknum Pirates of the Caribbean. Þetta er því ekki í fyrsta skipti sem þeir Verbinski og Depp starfa saman. Disney-samsteypan og Jerry Bruckheimer Films framleiða myndina. Bíó Paradís sýnir í kvöld kvikmyndina Hard Ticket to Hawaii frá árinu 1987, en í sumar mun kvikmyndahúsið sýna tvær klassískar kvikmyndir í viku hverri. Hard Ticket to Hawaii segir frá útsendurunum Donnu og Taryn sem stöðva afhendingu á demöntum fyrir slysni, en demantarnir voru ætlaðir eiturlyfjabaróninum Seth Romero. Seth er ákveðinn í að ná í demantana og í kjölfarið brýst út hröð atburðarás, sem flækist enn frekar þegar baneitruð risaslanga sleppur laus. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin Lone Ranger var frumsýnd í gær en myndin skartar stórleikaranum Johnny Depp í aðalhlutverki. Depp leikur indíánann Tonto sem berst gegn spillingu og græðgi í villta vestrinu ásamt lögregluþjóninum fyrrverandi, John Reid eða „Lone Ranger“. Það er leikarinn Armie Hammer sem fer með hlutverk Lone Ranger en einhverjir gætu kannast við kauða úr Facebook-myndinni The Social Network, þar sem hann lék tvíburana Cameron og Tyler Winklevoss. Það er leikstjórinn Gore Verbinski sem leikstýrir myndinni en hann leikstýrði einnig þríleiknum Pirates of the Caribbean. Þetta er því ekki í fyrsta skipti sem þeir Verbinski og Depp starfa saman. Disney-samsteypan og Jerry Bruckheimer Films framleiða myndina. Bíó Paradís sýnir í kvöld kvikmyndina Hard Ticket to Hawaii frá árinu 1987, en í sumar mun kvikmyndahúsið sýna tvær klassískar kvikmyndir í viku hverri. Hard Ticket to Hawaii segir frá útsendurunum Donnu og Taryn sem stöðva afhendingu á demöntum fyrir slysni, en demantarnir voru ætlaðir eiturlyfjabaróninum Seth Romero. Seth er ákveðinn í að ná í demantana og í kjölfarið brýst út hröð atburðarás, sem flækist enn frekar þegar baneitruð risaslanga sleppur laus.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira